is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28614

Titill: 
  • Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku 2011–2015
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 2009 voru samræmd próf í lok 10. bekkjar flutt til haustsins og í stað þess að vera lokapróf úr grunnskóla var þeim ætlað að vera könnunarpróf svo bæði kennarar og nemendur gætu miðað starf vetrarins við niðurstöður þeirra.
    Frá og með aðalnámskrá 2011 eru skilgreindir sex grunnþættir menntunar: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Í þeim felst að nemendur fái framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif í samfélaginu með því að taka þátt í því, breyta og þróa. Innan hvers námssviðs skal leggja mat á hæfni nemenda sem byggist á áhersluþáttum grunnskólalaga og grunnþáttum í menntun við námsmat við lok grunnskóla. Slík hæfni nefnist lykilhæfni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur ná með því að beita þekkingu og leikni og markmið þeirra er að þeir geti skipulagt, útskýrt og notað hugtök sem tengjast námsefninu.
    Textar samræmdu könnunarprófanna 2011-2015 voru lesnir með grunnþætti menntunar í huga og spurningar þeirra greindar eftir áfangamarkmiðum aðalnámskrár 2007 annars vegar og hæfniviðmiðum aðalnámskrárinnar 2013 hins vegar.
    Rannsóknarspurningin sem leitast er við að svara er: Hvernig mæla spurningar á samræmdum könnunarprófum í íslensku þau áfangamarkmið eða hæfniviðmið sem aðalnámskrár gera ráð fyrir að nemandi eigi að ná við lok grunnskóla?
    Niðurstaðan er sú að spurningar prófanna tengjast rúmlega fjórðungi af áfangamarkmiðum og hæfniviðmiðum úr aðalnámskrám.
    Ef samræmd könnunarpróf verða byggð upp á fjölbreyttari hátt og fleiri hæfniviðmið úr aðalnámskrá tengjast spurningum þeirra eru meiri líkur á að þau verði einstaklingsmiðaðri, sýni betur hæfni nemandans og skili betri árangri í skólastarfi í nútímasamfélagi.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil2017.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf21.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF