Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28615
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort og hvernig opinber menntastefna um grunnskóla gefur svigrúm til að leggja áherslu á hugmyndafræði Cittaslow-hæglætisstefnunnar í grunnskólastarfinu á Djúpavogi.
Mótaður var fimm þátta greiningarlykill til að leita að teiknum eða vísbendingum um hvort markmið og áherslur hæglætishreyfingarinnar rýma við áherslur sveitarstjórnarstigsins, stefnu og markmið sveitarfélagsins Djúpavogshrepps, lög um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla.
Greiningarlykillinn er byggður á alþjóðlegum efnisþáttum Cittaslow-hreyfingarinnar og eru heiti hvers lykils eftirfarandi: Gæði og verndun náttúru; skipulag og öryggi í samfélaginu; þátttaka íbúa í mótun sérkenna og menningu samfélagsins; velferð íbúa, bætt lífsgæði og vitund um hæglæti í daglegu lífi; og fjarskipti og upplýsingastreymi.
Niðurstöður benda til þess að svigrúm sé til að leggja áherslur á hugmyndafræði Cittaslow-hæglætishreyfingarinnar á sviði allra þátta greiningarlykilsins og í öllum flokkum stefnuskjalanna, þótt mismikið sé. Áherslur einstakra þátta eru sýnilegastar í aðalnámskrá grunnskóla og stefnu sveitarfélagsins Djúpavogshrepps, en rýrust voru gögnin sem tengdust fjórða þættinum, velferð íbúa, bættum lífsgæðum og vitund um hæglæti í daglegu lífi.
Gefa þessar niðurstöður tilefni til þess að stjórnendur í Djúpavogsskóla geti endurskoðað skólanámskrá með hliðsjón af áherslum Cittaslow-hæglætishreyfingarinnar og getur greiningarlykillinn reynst hjálplegt verkfæri þar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Þorbjörg Sandholt Cittaslow .pdf | 1,19 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing til skemmu.pdf | 326,49 kB | Locked | Yfirlýsing |