is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28616

Titill: 
  • „Bara ég og stelpurnar“ : upplifun og reynsla karla sem eru menntaðir þroskaþjálfar af náms- og starfsvali sínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í þroskaþjálfafræði, sem kennt er á Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild við Mentavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um karla sem eru menntaðir þroskaþjálfar og sjónum beint að upplifun þeirra og reynslu af því að tilheyra fámennum hópi karla innan sinnar fagstéttar. Auk þess er ljósi varpað á sögu þroskaþjálfastéttarinnar og starfsumhverfi. Gagna var aflað með viðtölum við fjóra karla sem hafa lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræðum, og byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var vorið 2017. Viðmælendurnir áttu það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af starfi með fötluðu fólki. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að viðmælendurnir höfðu ekki að loknu stúdentsprófi hugleitt að fara í þroskaþjálfanám, lokið öðru starfnámi eða háskólanámi en eftir að hafa öðlast reynslu á vettvangi og starfi með fötluðu fólki ákváðu þeir að sækja um nám í þroskaþjálfafræðum. Þrátt fyrir að vera allir sammála um að laun þroskaþjálfa væru lág þá komu þau ekki í veg fyrir að þeir legðu þessi fræði fyrir sig og töldu starfsánægju hafa þar mikil áhrif. Viðmælendurnir höfðu orðið varir við fordóma varðandi náms- og starfsval sitt, en þeir töldu umræðuna um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki þar sem karlar eru oftast gerendur mögulega fæla karla frá því að sækja í námið. Þrátt fyrir það voru þeir allir sammála um mikilvægi umræðunnar og mikilvægi þess að karlar tækju þátt í henni. Það er von höfundar að niðurstöður verkefnisins geti veitt gagnlegar upplýsingar um það hvernig hægt væri að fjölga körlum í fagstétt þroskaþjálfa.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bara-eg-og-stelpurnar_BA_Thordur_Atli.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_tilbuin.pdf177.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF