is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28618

Titill: 
  • Grunnþjálfun markvarða í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður fjallað um þjálfun markmanna í yngri flokkum og farið yfir þá sérhæfingu sem þeir þurfa að leggja grunn að strax í byrjun þjálfunar. Efninu til stuðnings er vísað í faglegar og fræðilegar heimildir. Tilgangurinn með verkefninu er að bæta við íslenskt kennsluefni fyrir þjálfun ungra markmanna.
    Markmenn eru oft taldir vera einn mikilvægasti hlekkurinn í góðu knattspyrnuliði og er gríðarleg ábyrgð sem fylgir því að vera markmaður. Það eru margir þættir sem markmenn þurfa að þjálfa vel til að ná góðum árangri. Markmenn þurfa að vera í mjög góðu líkamlegu formi á allan hátt, auk þess sem andlegir þættir skipta miklu máli til ná árangri. Í ritgerðinni verður farið í líkamlega, tæknilega og andlega þætti sem markmenn þurfa að hafa til að ná góðum árangri. Farið verður í það hvernig haga ætti þjálfun barna og unglinga og þá þætti sem hafa ber í huga. Þjálfunarþættir eins og styrktarþjálfun, þolþjálfun, tækni, snerpa, liðleiki og andlegur styrkur verður farið yfir. Aðeins verður gripið á sögu markmannsstöðunnar á knattspyrnuvellinum og í lokin verða umræður. Í myndbandinu verða sýndar æfingar sem gagnast vel í þjálfun fyrir umrædda aldurshópa. Í fyrri hluta myndbands verða sýndar æfingar sem hugsaðar eru fyrir 12 ára og yngri. Seinni hluti myndbandsins felur í sér meira sérhæfðar æfingar fyrir markmenn sem ætlaðar eru fyrir 13 ára og eldri. Æfingunum er ætlað að þjálfa alla þá líkamlegu og andlegu þætti sem taldir hafa verið upp að ofan. Við upptökur á myndbandinu er haft í huga að það verði sem best til áhorfs og að æfingar sjáist og skiljist vel.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf201.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
LOKAVERKEFNI.pdf874.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna