is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28621

Titill: 
  • Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? : rannsókn á framtíðardraumum fatlaðra barna um störf og frama með framboð á íslenskum atvinnumarkaði að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er unnið vorið 2017. Viðfangsefni ritgerðarinnar snýr að framtíðardraumum fatlaðra barna og hvernig íslenski atvinnumarkaðurinn samræmist óskum barnanna. Kannað verður hvað hinn íslenski atvinnumarkaður hefur upp á að bjóða fyrir fatlað fólk og hvort að hann standist væntingar fatlaðra barna um framtíðina sína. Ritgerðin byggir á heimildavinnu og rannsóknarvinnu. Tekin voru viðtöl við 10 börn á aldrinum 10-15 ára sem eru fötluð og taka þátt í sértæku frístundastarfi. Rannsóknin var gerð til að kanna væntingar fatlaðra barna til framtíðarinnar, hvað þau vilja verða þegar þau verða stór og hvort að framboðið á hinum almenna atvinnumarkaði sé nægilegt. Einnig var skoðað hvernig starfsáhugi barna þróast og hvort þroskaþjálfar geti nýtt sérþekkingu sína á sviði starfsáhuga og starfsþróunarferli. Markmiðið með rannsókninni er að sýna fram á að öll börn, fötluð og ófötluð, hafa væntingar og óskir um eigin framtíð og að samfélagið þurfi að vera reiðubúið að taka á móti þeim.
    Niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að fötluð börn hafa aðrar skoðanir um framtíð sína en það sem í boði á atvinnumarkaðnum fyrir fatlað fólk. Leggja þarf harðar að uppbyggingu atvinnumarkaðsins og gera hann aðgengilegri öllu fólki. Réttindi fatlaðs fólks eru skýr en skortur er á úrræðum.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Þuríður Marín_Lokaútgáfa.pdf756.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf158.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF