Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28637
Aims of the study were to examine the prevalence of negative mental images among people with social phobia, and if they are originated in adverse social events. Also, to examine whether those who have negative social images describe more anxiety and depression symptoms than those who do not have them, and to find out if traditional cognitive behavioral group therapy (CBGT) is as effective for those who experience negative mental images as for those who do not. Participants of the study (n = 12) were adult patients at the Icelandic Center for Treatment of Anxiety Disorders (Kvíðameðferðarstöðin) that attended group treatment for social phobia. The measurements used were Social Interaction Anxiety Scale (SIAS), Social Phobia Scale (SPS), Beck Depression Inventory-II (BDI-II) and an interview to evaluate mental images. The results showed that 67% of those who sought CBGT for social phobia had negative social images. Also, the results showed that participants who experienced mental images had more anxiety symptoms according to the SIAS scale, but not depressive symptoms. The effectiveness of CBGT was similar for both groups according to effect size. Most of the participants (62.5%) said that negative mental images were originated in adverse social event. Further studies are needed, with bigger sample sizes.
Keywords: social phobia, cognitive behavioral therapy, group therapy, mental images
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka algengi áleitinna ímynda hjá fólki með félagsfælni. Í öðru lagi hvort þeir sem hafa áleitnar ímyndir séu með meiri einkenni kvíða og þunglyndis en þeir sem að eru ekki með áleitnar ímyndir. Í þriðja lagi, hvort hefðbundin hugræn atferlismeðferð í hópi skili þessum aðilum sambærilegum árangri. Að lokum hvort ímyndirnar séu tengdar neikvæðum atburðum. Úrtakið (n = 12) samanstóð af fullorðnum einstaklingum í hópmeðferð við félagsfælni hjá Kvíðameðferðarstöðinni (KMS). Kvíðakvarðar (Social Interaction Anxiety Scale og Social Phobia Scale) og þunglyndiskvarði Becks (Beck Depression Inventory-II) voru notaðir til að mæla kvíða- og þunglyndiseinkenni þátttakenda fyrir og eftir meðferð. Viðtal til að meta áleitnar ímyndir var einnig lagt fyrir. Niðurstöður leiddu í ljós að 67% þátttakenda voru með áleitnar ímyndir, jafnframt sýndu sömu þátttakendur meiri kvíðaeinkenni (á SIAS lista), en ekki meiri þunglyndiseinkenni, heldur en þeir sem ekki voru með áleitnar ímyndir. Ekki var munur á árangri milli hópanna þegar horft var til áhrifastærðar. Meirihluti hópsins (62,5%) sögðu ímyndirnar tengjast neikvæðum atburði. Þörf er á framtíðarrannsóknum á þessu sviði með stærra úrtak.
Efnisorð: félagsfælni, hugræn atferlismeðferð, hópmeðferð, áleitnar ímyndir
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SocialPhobia_SandraDogg_Skemman.pdf | 661,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |