is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28669

Titill: 
 • Almenningssamgöngur á Íslandi. Rannsókn um áhrifaþætti á notkun Strætó
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á seinustu árum hefur umferð aukist jafnt og þétt á höfuðborgarsvæðinu sem og á öðrum svæðum á landinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa stefnt á að fjölga hlutdeild almenningssamgangna úr 4% árið 2016 í 12% af heildarferðum árið 2040. Aðalskipulag Reykjavíkur hefur það einnig sem markmið að efla almenningssamgöngur þannig að 12% allra ferða verði farnar með Strætó árið 2030. Frá árinu 2007 hefur meðalferðatími frá heimili til vinnu aukist um 3,5 mínútur og ef ekkert er að gert má búast við því að ferðatími muni aukast enn frekar. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sett af stað verkefnið um Borgarlínuna sem ætlað er að vera mikilvægur þáttur í að ná fram settum markmiðum í samgöngumálum. Ljóst er að til að þau markmið náist þurfa að eiga sér stað miklar breytingar á almenningssamgöngum á svæðinu sem og á ferðavenjum íbúa. Mikilvægt er að rannsaka hvaða þættir hafa áhrif á val á ferðamáta á Íslandi og hvað megi bæta til að auka hlutfall ferða með almenningssamgöngum.
  Þessi rannsókn kannar hvaða þættir hafa áhrif á strætónotkun á höfuðborgarsvæðinu ásamt því hvað helst þarf að bæta í þjónustu Strætó bs. Einnig er ferðamátaval seinustu ferðar kannað. Lögð var fram könnun og fengust 2174 svör sem unnið var úr.
  Helstu niðurstöður voru þær að flestir svarendur ferðast oftast sem bílstjóri í bíl, um 53% á meðan tæp 22% svarenda ferðast oftast með Strætó. Þetta er töluvert hærra hlutfall en ferðavenjukannanir undanfarinna ára hafa sýnt fram á. Könnunin var auglýst á netinu og því er hugsanlegt að þeir sem nota almenningssamgöngur meira hafi verið líklegri til að svara. Því er ekki hægt að heimfæra niðurstöðurnar beint yfir á almenning. Tæp 34% svarenda notar Strætó tvisvar sinnum í viku eða oftar á meðan rúm 18% svarenda nota ekki Strætó. Þær endurbætur sem svarendur vildu helst sjá hjá Strætó voru tíðari ferðir, bætt leiðakerfi og ódýrara fargjald.
  Aðgengi og nálægð við strætóstoppistöðvar hefur áhrif á strætónoktun hér á landi þar sem betra aðgengi eykur líkur á meiri notkun á Strætó. Aðgengi að gjaldfrjálsum bílastæðum við vinnu/skóla/annað hefur áhrif á strætónotkun. Þeir sem eiga mjög erfitt með að finna gjaldfrjáls bílastæði við vinnu/skóla/annað eru líklegri til að nota Strætó meira og þeir sem eiga auðvelt með að finna gjaldfrjáls bílastæði eru líklegri til að nota Strætó minna. Þeir sem búa á Suðurlandi eru líklegri til að velja ódýrara fargjald sem mikilvæga endurbót hjá Strætó. Handhafar nemakorta og samgöngukorta eru líklegri til að hafa ferðast með Strætó í seinustu ferð miðað við þá sem eiga ekki slík kort. Einnig eru handhafar slíkra korta ólíklegri til að hafa valið ódýrara fargjald sem mikilvæga endurbót.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, traffic has increased in the capital area as well as in other places in Iceland. Municipalities in the metropolitan area have set a goal to increase trips made by public transportation from 4% to 12% before the year 2040. The average travel time from home to work has increased by 3,5 minutes and if nothing is done it is likely that travel time will keep increasing. To make that goal possible the municipalities in the metropolitan area have launched the City Line (Borgarlínan) project. In order to achieve that goal it is necessary to make major changes regarding public transportation in the capital area as well as in individual mode choice. It is important to study which factors influence travel mode choice in the area and in the country as well as what can be improved to make public transportation more desirable.
  The objectives of this study is to find out what factors affect bus usage in Iceland, what needs to be improved in public transportation in Iceland and study individuals mode choice in their last trip. A survey was conducted where 2174 answers were gathered.
  The main results were that most respondents travel by car as a driver, 53%, while almost 22% of the responents travel by Strætó. These rates are considerably higher than recent travel surveys have shown in Iceland. The survey was advertised online and therefore it is possible that those who use public transportation more were more prone to participate in the survey. Therefore, the results can’t be applied directly to the public. Almost 34% of respondents use Strætó twice or more each week, while over 18% do not use Strætó. The improvements that respontents wanted to see Strætó make the most were to have more frequent trips, improve the route system and have a cheaper fare.
  Accessibility and proximity to bus stops has an influence on bus usage in Iceland. If the access is better, it is more likely that people use the bus more. Access to free parking spaces at work/school/other has an influence on bus usage. Those who find it very difficult to find free parking close to work/school/other are more likely to use the bus more. Those who find it very easy to fint free parking close to work/school/other are more likely to use the bus less. Those who live in the south part of Iceland are more likely to want cheaper fare as an improvement in the service. Those who have student cards and transit cards are more likely to have travelled with bus in their last trip compared to those who do not have such cards. In addition, those who have student cards or transit cards, are less likely to have chosen cheaper fare as an important improvement.

Samþykkt: 
 • 14.8.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Solrun_Svava_Skuladottir_lokaritgerðin.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_undirskrift.pdf1.11 MBLokaðurYfirlýsingPDF