is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28670

Titill: 
  • Áhrif EES-samningsins á landsrétt. Framsal löggjafarvalds við upptöku og innleiðingu EES-gerða.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er lítið ríki á heimsmælikvarða. Áður en Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, voru aðstæður aðrar á sviði viðskipta. Innflutningsgjöld voru há og þar af leiðandi utanríkisverslun umfangsminni. Erfiðara var fyrir fólk að mennta sig erlendis og flæði vinnuafls var takmarkaðra. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu breyttist staða Íslands á mörkuðum, m.a. var innflutningsfrelsi tryggt hvað varðar vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til aðildarríkja EES. Það verður ekki um það deilt að með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, gerðist Ísland aðili að stærsta og áhrifaríkasta samning landsins til þessa og stendur sú staðreynd enn þann dag í dag.
    Aðildin að samningnum hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig og í dag er enn verið að deila um mörg þau stjórnskipulegu álitaefni sem upp spruttu, eftir að samningurinn var undirritaður. Í þessari ritgerð verður fjallað um hver áhrif EES-samningsins eru á íslenska löggjöf og hvort að með upptöku og innleiðingu EES-gerða, séu íslensk stjórnvöld að framselja hluta löggjafarvalds síns til alþjóðlegra stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Í því samhengi skiptir máli að athuga hvort að aðildarríki EES-samningsins beri skaðabótaábyrgð ef þau standast ekki þjóðréttarlegar skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum, hver raunveruleg áhrif bókunar 35 við EES-samninginn eru og hvort framsal löggjafarvalds til alþjóðlegra stofnana sé innan heimilda stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þá að lokum verða borin saman þau framsalsákvæði sem sett hafa verið í stjórnarskrár Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og heimila þannig framsal löggjafarvalds innan þeirra stjórnskipunar.

Samþykkt: 
  • 14.8.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð. Brynhildur Sörensen.pdf587.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_17.pdf340.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF