is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2868

Titill: 
 • Fyrning kynferðisbrota gegn börnum: Refsipólitískar forsendur laga nr. 61/2007
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er rakinn aðdragandi breytinga, sem gerðar voru á fyrningarreglum
  almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, vegna kynferðisbrota gegn börnum vorið 2007, með
  lögum nr. 61/2007 og refsipólitískar forsendur þeirra. Ein þeirra fól í sér að alvarleg kynferðisbrot gegn börnum fyrnast nú ekki. Í henni felst frávik frá þeirri stefnumörkun löggjafans til langs tíma að fækka ófyrnanlegum brotum og að einungis þau brot sem geta varðað ævilöngu fangelsi skuli vera ófyrnanleg. Ekkert þeirra kynferðisbrota sem breytingin tekur til getur varðað svo þungri refsingu.
  Til að varpa ljósi á aðdraganda löggjafarinnar og þær röksemdir sem hún er reist á afa verið skoðuð opinber gögn, einkum löggjöfin sjálf og gögn um meðferð málsins á Alþingi (lögskýringargögn), auk annarra opinberra gagna og skýrslna. Til að rannsaka nánar einstakar röksemdir sem fram komu fyrir breytingunni hefur erlend löggjöf verið könnuð til samanburðar. Þá er gerð grein fyrir innlendum og erlendum rannsóknum á skammtíma- og langtímaáhrifum brotanna fyrir þolendur. Einnig var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtala við sex starfandi dómara, sem hafa víðtæka reynslu af meðferð kynferðisbrota gegn börnum, í því skyni að grafast fyrir um viðhorf þeirra til þessara breytinga sem og annarra atriða sem tengjast meðferð þessara brota. Þá er að lokum gerð grein fyrir viðamikilli athugun á dómaframkvæmd, einkum með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir í slíkum málum um afleiðingar brotanna fyrir þolendur og upplýsinga sem í þeim er að finna um það efni.
  Fram kemur að breytingin átti sér langan aðdraganda þótt svo mætti virðast af ferli
  málsins á Alþingi vorið 2007 að hana hafi borið brátt að. Fjöldi frumvarpa sem að þessu
  snýr hefur verið lagður fram á Alþingi síðari ár og umræður á þeim vettvangi um eðli
  kynferðisbrota gegn börnum, rannsóknir fagfólks og reynslusögur fórnarlamba
  kynferðisbrota og lýsingar þeirra á afleiðingum brotanna á lífshlaup sitt, skýra þetta frávik frá meginstefnu löggjafans að verulegu leyti. Ákvörðunin var tekin eftir mikil skoðanaskipti og umræður. Aðdragandinn sýnir að breytingin byggist á sérstöku eðli þessara brota og felur í sér áherslu á alvarlegar og langvarandi afleiðingar þeirra fyrir fórnarlömbin, sem taldar eru vega þyngra en almenn rök að baki fyrningarreglum um réttarstöðu brotamanns, erfiðleika við rannsókn brotanna og sönnun. Þótt réttarstaðan á Íslandi sé nokkuð sérstök í samanburði við önnur lönd er niðurstaðan engu að síður sú að rök þau sem breytingin er reist á eru í samræmi við niðurstöður fjölda rannsókna á skammtíma- og langtímaafleiðingum brotanna fyrir lífshlaup þolenda. Hún virðist einnig eiga sér nokkuð sterkan hljómgrunn meðal þeirra dómara sem viðtöl voru tekin við, auk þess að vera í góðu samræmi við gögn sem oft eru lögð fram í dómsmálum um áhrif brotanna fyrir þolendur. Rök þau sem breytingin studdist við eru þannig studd traustum gögnum. Á hinn bóginn má vera að vegna fyrrnefndra vandkvæða feli breytingin fyrst og
  fremst í sér táknræna viðurkenningu löggjafans á alvarleika brotanna, fremur en að hún að hafa mikla raunhæfa þýðingu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines amendments to the Icelandic Penal Code No. 19/1940 by Act No.
  61/2007 concerning the abolishment of statutory limitations for certain serious sex
  offences against children. The thesis aims to examine the criminal policy considerations
  leading to these amendments. The policy change on behalf of the legislature reflected in these amendments is interesting since the legislature’s overall policy has, over the last decade, been to reduce the number of offences where no statutory limitation applies and that this should only apply with regard to offences that can lead to life imprisonment. However, none of the relevant sexual offences can lead to life imprisonment.
  To cast light on this legislation and the main reasons and arguments leading to it, the
  official documents the underlying the proposed bill are examined – mainly the legislation itself and travaux préparatories (explanatory reports) and other official reports. To further examine the individual arguments leading to the amendments, a special chapter of the study is devoted to a comparison of the Icelandic legislation in this regard and the legislation of selected European countries. This is followed by a chapter on research and studies on the short and long term effects of sexual offences on the victims. Furthermore, the results are presented of a qualitative research that was undertaken through interviews of six judges of the Icelandic courts. These judges have long working experience in handling
  cases concerning sexual offences against children. The aim was to obtain their personal views in regard to the above amendments and in relation to other issues concerning the handling and proceedings of such cases. Finally, the thesis offers a study of case law of Icelandic courts in this field, mainly with regard to the judgments of Supreme Court of Iceland. The cases are specifically analysed in terms of the types of expert reports that have
  been submitted in relation to the effects that the alleged offence havehad on the victim; additionally, the the information contained in expert reports is discussed.
  This study reveals that these amendments were were based on a long preparation
  process, although it may seem that the proposal of the bill in spring 2007 at Parliament happened rather rapidly. Over the past years, many proposals relating to this have been submitted to Parliament by individual politicians. Furthermore, general and academic discussions on the nature of sexual offences against children, scientific research, testimonies and accounts by victims of the effects of sexual offences on their life all help to explain this policy change. The decision was taken after a long and thorough preparation and lengthy discussions. It shows that the policy changes are rooted in the specific nature
  of these offences and based on the emphasis on the long-term serious effects of these
  offences on the victims. The legislation reflects the view of the legislator that these arguments that relate to the rights of the alleged offender and problems relating to evidence and proof should weigh heavier than traditional arguments relating to statutory limitations,
  Although the legal situation in Iceland is somewhat different from other countries
  studied, a conclusion can be drawn that the arguments that led to these legislative
  amendments are coherent with studies conforming to the serious short-term and long-term effects of sexual offences on the victims. The amendments would also seem to have a fairly strong support among the judges interviewed. On the other hand, because of the difficulties relating to the collection of evidence and proof in such cases, sometimes even many years after an offence has been committed, the amendments seem to have limited practical consequences in the long run, but rather turn out to represent a symbolic recognition on behalf of the legislator of the serious nature of these offences.

Samþykkt: 
 • 28.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bornum_fixed.pdf700.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna