Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28683
Stærstur hluti fólks á Vesturlöndum á og notar snjallsíma. Rannsóknir á því hvernig fólk nýtir þessa tækni hafa hins vegar að einhverju leyti takmarkast við að skoða börn og ungt fólk. Börn og unglingar eru gjarnan talin hvað spenntust fyrir slíkum tækninýjungum og aðlagast þeim best og því er vinsælt að rannsaka þau áhrif sem slík tækni hefur á þau. En fullorðna fólkið hefur ekki síður tekið þessa tækni í sína þjónustu og full þörf er á að skoða líka hvernig þessi hópur notar tæknina. Sá hópur sem mögulega hefur hvað mestar áhyggjur af börnunum eru mæðurnar og því má spyrja hvernig þessi sami hópur notar snjallsímann sinn? Hvert er umfang notkunarinnar og hvaða viðhorf hefur þessi hópur fólks til tækisins í raun og veru? Unnin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við sex konur á aldrinum 39 - 45 ára og þær spurðar um þessa þætti. Konurnar eiga það allar sameiginlegt, að eiga og nota snjallsíma, vera mæður og starfa í grunnskóla. Það kom á daginn að notkun þeirra er umtalsverð, þær eru almennt opnar fyrir tækninni en finnst þær samt sjálfar helst klaufalegar þegar kemur að því að nýta hana. Fæstar vilja hins vegar snúa til baka en þó ber á hræðslu og neikvæðum viðhorfum inn á milli. Þær vilja setja bæði börnum og fullorðnum reglur en á sama tíma nýta snjallsímanna til gagns. Þær sjá snjallsímanotkun sína einnig í ljósi hlutverks síns sem uppalendur og eru meðvitaðar um að svo gera börnin sem fyrir þeim er haft og það eru jú, þeir fullorðnu sem kaupa gjarnan tækin og veita aðganginn. Þeirra eigin notkun markast helst af samskiptum, skipulagi, vinnu og svo auðvitað afþreyingu inn á milli. Þær nota símana helst þegar þær þurfa af einhverjum ástæðum að bíða eftir einhverju, heima í stofu eða utan heimilis þegar ekki eru önnur nettengd tæki til staðar. Þeim finnst tæknin í stuttu máli vera þægileg en tímafrek.
The smartphone is the technology that most people are using. In the Western part of the world a big portion of people own such a device and use it. Children and teenagers are often assumed to have the strongest interest in all technological invention and adjust to it the best. It is therefore common to study this group and the effect of using such devices on them. But the adults are now taking part in an ever growing rate and their use of technology has to be studied as well. The group that has the most worries regarding the children are the mothers. But how does that same group use their smartphones? What is the extent of their use and what position do they really take regarding the device? A qualitative study was made where individual interviews were taken with six women in the ages of 39 -45 and they asked about these factors. The women all have in common that they own and use a smartphone, are mothers and work in an Elementary school. What came to light is that their smartphone use is considerable, they are in general open to technology, but feel clumsy regarding themselves and most of them would not want to turn back in time but fear and negativity can be detected within their attitude. They want to set rules for both children and adults but at the same time use the smartphone constructively. They take responsibility for their part as up-bringers and caretakers and that children do as they see and it is them, the grownups, who buy the gadgets and provide accessibility. Their own use is mostly communication, organization, work related and off course entertainment in between. They most commonly use their phones whilst waiting, home in their living room or outside of their house when there are no other devices to be had. They think the technology is comfortable but time-consuming.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_ritgerd_prentutgafan.pdf | 949,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |