Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28689
Í kauparétti er fjallað um hvers konar kaupsamninga sem stofnast á milli aðila sem hafa það markmið að andlag samnings skiptir um eigenda og að greitt sé gagngjald. Í meginatriðum má lýsa kaupsamningi sem yfirfærslu beins eignaréttar yfir því selda frá seljanda til kaupanda. Óhætt er að segja að kaup séu óhjákvæmilegur hluti af daglegu lífi einstaklinga og algengt er í þeim lögskiptum þar sem gerður er kaupsamningur, að fyrirvari sé settur í samning af hálfu seljanda um ástand þess selda.
Algengustu fyrirvararnir af þessu tagi eru í fyrsta lagi almennir fyrirvarar þar sem skilyrði er sett fyrir almennu ábyrgðarleysi seljanda á hinu selda. Með slíkum almennum fyrirvara er ætlun seljanda að firra sig ábyrgð á öllum þeim göllum sem gætu komið fram eftir kaupin. Seljandi setur skilyrði fyrir að kaupanda hafi kynnt sér ástand söluhlutar eða fasteignar fyrir kaup, og sætta sig við það. Í öðru lagi er um að ræða sérstaka fyrirvara sem hafa það markmið að takmarka ábyrgð seljanda á ákveðnum eiginleikum greiðslu. Með sérstökum fyrirvara gerir seljandinn nánar grein fyrir þeim tiltekna galla/um sem hann firrar sig ábyrgð á en slíkt ábyrgðarleysi nær aðeins yfir það sem fyrirvarinn greinir sérstaklega á um.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karen BA.pdf | 651.69 kB | Lokaður til...01.01.2051 | Heildartexti | ||
Scan_r08kyf_202006090378_001.pdf | 65.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |