is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28695

Titill: 
  • Er mannauðsstjórnun „kvennastarf“? Kynjahlutföll í mannauðsstjórnun og fjármálastjórnun 2000-2016
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum flokkast mörg störf sem annað hvort „kvennastörf“ eða „karlastörf“. Það er vísun í að konur eða karlar eru í meirihluta í tiltekinni starfsstétt og „kvennastörf“ oft talin henta konum betur en körlum og öfugt. Stjórnun er dæmi um mjög „karllægt“ starf en stjórnunarstörf geta verið mjög fjölbreytt.
    Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að skoða kynjahlutföll meðalmannauðsstjóra og fjármálastjóra á árunum 2000-2016 í 21 fjölmennu fyrirtæki á Íslandi. Markmið verkefnisins er að skoða hvort munur sé á kynjahlutföllum í þessum tveimur tegundum stjórnunarstarfa og hvort kynjahlutföllin hafi breyst síðan um aldamótin 2000. Einnig er stuðst við ítarlegt fræðilegt yfirlit, þá sérstaklega í kynjafræði, sem tilraun til að draga ályktanir um niðurstöður rannsóknarinnar. Þessi tilteknu stjórnunarstörf urðu fyrir valinu vegna þess að þau eru að mati rannsakanda þau stjórnunarstörf sem helst eru tengd við annað hvort konur eða karla.
    Höfundur notast við megindlega innihaldsgreiningu sem fól í sér að taka saman tölfræðilegar upplýsingar, magnbinda og setja upp í töflur og línurit. Listar Frjálsrar verslunar yfir fjölmennustu fyrirtækin árin 2014, 2015 og 2016 voru notaðir til að velja úrtakið en það var vegna þess að stærri fyrirtæki eru líklegri til að vera með sérstaka aðila yfir mannauðsmálum og fjármálum.
    Helstu niðurstöður benda til þess að töluverður munur sé á kynjahlutföllum í stöðu mannauðsstjóra og stöðu fjármálastjóra hér á landi. Konur eru í meirihluta í stöðu mannauðsstjóra og karlar eru í afgerandi meirihluta í stöðu fjármálastjóra. Kynjahlutföllin hafa ekki breyst mikið síðan um aldamótin en þó aðeins. Konum hefur fækkað örlítið í fjármálastjórnun og fjölgað jafnt og þétt í stöðu mannauðsstjóra. Hægt er að draga þá ályktun að fjármálastjórnun sé svokallað „karlastarf“ og mannauðsstjórnun „kvennastarf“.

Samþykkt: 
  • 16.8.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1,64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf236,58 kBLokaðurYfirlýsingPDF