is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28699

Titill: 
 • Skilvirk rekstraráhættustýring og svartir svanir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að rýna í skilvirkni áhættustýringar fjármálafyrirtækja í tengslum við rekstraráhættu. Leitast verður eftir því að svara hversu öflugt varnartæki skilvirk rekstraráhættustýring getur verið gagnvart ófyrirséðum atburðum sem í flestum tilfellum hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér og geta valdið fyrirtækjum miklum skaða.
  Fjallað verður um slíka ófyrirséða atburði og eðli þeirra með áherslu á kenningu Nassim Nicholas Taleb um svokallaða svarta svani. Í því samhengi verður skoðað hvort fjármálafyrirtæki sem styðjast við öfluga rekstraráhættustýringu kunni að vera óbrothætt í tilfelli slíkra svartra svana.
  Farið verður yfir áhættu fjármálakerfisins og hvernig ósamhverfar upplýsingar milli hagsmunaaðila gera það að verkum að sérstök lög og reglur gilda um fjármálafyrirtæki, sem eru í flestum tilvikum mun strangari en hvað varðar önnur fyrirtæki.
  Rekstraráhættu verður gerð ítarleg skil sem og þróun stýringar hennar, markmið slíkrar vinnu og helstu aðferða sem notast er við í greiningu og stýringu hennar samkvæmt tilmælum Basel-nefndarinnar. Fjallað verður meðal annars um svokallað þriggja línu varnarkerfi og hvernig hlutverk og ábyrgð í því kerfi eiga að mynda sterka samheldna áhættustýringu innan fyrirtækja.
  Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um kenningu Taleb um svarta svani og óbrothættni. Nokkrum dæmum um svarta svani verður gerð skil til að varpa ljósi á hversu margvíslegir og alvarlegir rekstraráhættuatburðir geta verið.
  Í ljósi sögunnar og með tilliti til þróunar sviðsins á síðustu árum er bersýnilegt að hinar ýmsu aðferðir, tæki og tól munu gera fyrirtæki betur í stakk búin til að mæta áföllum sökum rekstraráhættuatburða. Vegna ófyrirsjáanleika svartra svana er þó ekki raunsætt að ætlast til að skilvirk rekstraráhættustýring geti komið í veg fyrir þá. Samt sem áður er ekki útilokað að slík vinna geti reynst ábatasöm þegar kemur að því að bregðast við slíkum atburðum og nýta þann lærdóm sem þeim fylgir

Samþykkt: 
 • 22.8.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EgillLudvikssonBSloka.pdf1.66 MBLokaður til...01.08.2030HeildartextiPDF
EGLU yfirlysing og meðferð.pdf369.96 kBLokaðurPDF

Athugsemd: Yfirlýsing um meðferð í viðhengi