is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2870

Titill: 
  • Þjónustugjöld - Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Því má slá föstu að gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu sé eitt af umdeildari stefnumálum samtímans. Þar vegast á miklir hagsmunir. Annars vegar eru hagsmunir ríkis og sveitarfélaga af því að afla aukins fjár til að standa undir útgjöldum við að veita opinbera þjónustu. Hinsvegar eru það ríkir hagsmunir almennings að stjórnvöld afli fjár með lögmætum hætti.
    Gjaldtaka stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga verður að byggja á viðhlítandi heimild, en það liggur ekki endilega í augum uppi hvenær viðhlítandi heimild til gjaldtöku liggur fyrir. Í þessari ritgerð verður reynt að varpa nokkru ljósi á það álitaefni hvenær stjórnvöld hafa viðhlítandi heimild til að taka þjónustugjald. Til glöggvunar skal það tekið strax fram að með þjónustugjaldi er átt við ,,[greiðslu], venjulega [peningagreiðslu], sem tilteknir hópar einstaklinga og lögaðila verða að greiða hinu opinbera eða öðrum, sem hefur heimild til að taka við henni, fyrir sérgreint endurgjald sem látið er í té og er greiðslunni ætlað að standa að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við endur¬gjaldið.’’ Leggja ber áherslu á að í þessari ritgerð er leitast við að upplýsa hvenær stjórnvöld hafi viðhlítandi heimild til að taka þjónustugjald. Hér er hinsvegar ekki fjallað um ýmis álitamál tengd töku þjónustugjalda. Má þar nefna reglur um ákvörðun á fjárhæð þjónustugjalds og útreikning á kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þjónustu, sjónarmið um ráðstöfun þjónustugjalda, ráðstöfun tekjuafgangs og endurgreiðslu ríkisins á ofteknum þjónustugjöldum, jafnræði við innheimtu þjónustugjalda og áhrif þess á heimild til töku þjónustugjalds, ef fé er jafnframt veitt á fjárlögum til að mæta þeim kostnaði sem þjónustugjaldið á að ná til. Það er því ljóst að ritgerð þessi nær til nokkuð afmarkaðs efnis en fer ekki inn á margar aðrar og áhugaverðar hliðar þjónustugjalda.

Samþykkt: 
  • 1.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
asbjorn_jonasson_fixed.pdf981.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna