en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28700

Title: 
 • Title is in Icelandic Réttlæti og ábyrgð í uppsögnum á Íslandi
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Að vera sagt upp störfum er áfall fyrir flesta sem fyrir því verða og meðal neikvæðra áhrifa atvinnumissis má nefna skaddaða sjálfsmynd, félags- og heilsufarsleg vandamál, fjárhagsvanda o.fl. Mikilvægt er því að réttlæti og ábyrgð séu höfð að leiðarljósi í aðdraganda og framkvæmd uppsagna starfsfólks.
  Í meistararitgerð þessari er fjallað um fræðilegan bakgrunn skipulagsréttlætis og samfélagslegrar ábyrgðar og greint frá framkvæmd og niðurstöðum rannsóknar á því hvort íslensk fyrirtæki hafi réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi í aðdraganda og framkvæmd uppsagna. Rannsókn þessi byggir á tveimur könnunum þar sem annars vegar er kannað mat mannauðsstjórnenda á almennum vinnumarkaði á því að hve miklu leyti réttlæti og ábyrgð séu leiðarljós í aðdraganda og framkvæmd uppsagna (könnun A) og hins vegar er kannað að hve miklu leyti einstaklingar sem sagt hefur verið upp störfum á almennum vinnumarkaði hafi upplifað réttlæti og ábyrgð af hálfu atvinnurekanda í aðdraganda og framkvæmd uppsagnar (könnun B).
  Niðurstöður kannananna tveggja voru ekki samhljóða þar sem mannauðsstjórnendur töldu réttlæti og ábyrgð í aðdraganda og framkvæmd uppsagna vera umtalsvert innan fyrirtækja sinna en upplifun einstaklinga sem sagt hafði verið upp störfum var á annan veg og taldi meirihluti þeirra réttlæti og ábyrgð hafa skort í aðdraganda og framkvæmd uppsagna sinna. Fjallað er um niðurstöður í samhengi við fræðilega umræðu um réttlæti og ábyrgð hvað varðar uppsagnir á almennum markaði; færð eru rök fyrir mikilvægi þessara þátta í uppsögnum starfsfólks og bent á leiðir sem stuðlað geta að auknu réttlæti og ábyrgð hjá fyrirtækjum á Íslandi.

Accepted: 
 • Aug 23, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28700


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Réttlæti og ábyrgð í uppsögnum á Íslandi-lokaskjal.pdf2.45 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf155.53 kBLockedYfirlýsingPDF