is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2872

Titill: 
 • Mikilvægi tengslaneta í ferðaþjónustu: Blái demanturinn - samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Reykjanesi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mikilvægi tengslaneta og þýðingu þeirra fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Tekið er fyrir samstarfsverkefnið Bláa demantinn eða „Blue Diamond“ sem byggist á þeirri hugmyndafræði að í raun sé Reykjanesið einn áfangastaður sem hafi uppá margt að bjóða í stað þess að vera margir smærri staðir. Til þess að fá innsýn í verkefnið var tekið viðtal við forsvarsmann Bláa demantsins, um forsögu og aðdraganda hugmyndarinnar, markmiðin að baki verkefninu og þýðingu þess. Til að fá fram hitt sjónarhornið, þ.e. hvaða þýðingu Blái demanturinn hefur fyrir þau ferða¬þjónustufyriræki sem að honum koma, þá voru tekin þrjú viðtöl, við aðstandendur Bláa lónsins, Fræðasetursins í Sandgerði og Saltfisksetursins í Grindavík.
  Rannsóknaraðferðin sem notuð var í þessari rannsókn nefnist eigindleg rannsóknaraðferð (social research). Aðalmarkmið eigindlegra rannsóknaraðferða er að rannsaka og varpa ljósi á hvernig mannfólkið upplifir félagslegan raunveruleika (Esterberg, 2000). Tekin voru fjögur viðtöl og flokkast þau sem djúpviðtöl (in-depth interviews). Markmiðið með þeim var að kanna viðfangsefnið með opnum hug og leyfa viðmælendunum að tjá sínar skoðanir með sínum eigin orðum. Tilgangur opinna viðtala er því að lýsa flóknari mynd af lífi fólks og fá dýpri skilning á því hvaða merkingu fólk leggur í líf sitt. (Esterberg, 2000). Taldi rannsakandi heppilegast að nota þess konar rannsóknaraðferð við gagnaöflun til þess að hægt væri að fá góðar og ítarlegar upplýsingar. Þessi rannsóknaraðferð hentar vel í ljósi stuttrar sögu verkefnisins en sökum þess eru fyrirliggjandi ritaðar heimildir afar litlar. Að auki þá hentar rannsóknaraðferðin vel viðfangsefninu þar sem virkni og mikilvægi tengslaneta snúast miklu leyti um upplifun viðkomandi aðila. Hugleiðingar fræðimanna, um mikilvægi tengslaneta og hvaða þýðingu þau hafa fyrir ferðaþjónustuaðila verða skoðaðar til að varpa ljósi á niðurstöður rannsóknarinnar.
  Viðmælendur mínir voru allir sammála um það að samstarfsverkefni áþekk Bláa demantinum væru til góðs og hefðu mikla þýðingu fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem eru á Reykjanesi. Auk þess að vera mjög mikilvægt fyrir svæðið í heild sinni. Megin tilgangur Fræðasetursins og Saltfisksetursins með þátttöku í Bláa demantinum eru markaðs- og kynningarmál. Hins vegar er megin tilgangur Bláa lónsins að viðhalda ímynd sinni út á við og styðja við svæðisbundna ferðaþjónustu. Þannig hefur Blái demanturinn mismunandi þýðingu fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem að honum koma þ.e. þörfin fyrir upplýsingar er breytileg eftir því hver á í hlut. Það var einnig misjafnt hvort að viðmælendurnir töldu að Blái demanturinn stæði fyrir staðbundin eða óstaðbundin tengsl, sem varpar enn frekar ljósi á hvað tengsl geta verið breytileg og háð upplifun hvers og eins. Bláa lónið hefur mörg mikilvæg utanaðkomandi tengsl og telur því að Blái demanturinn standi fyrir staðbundin tengsl. Hins vegar þá er Saltfisksetrið í Grindavík í samvinnu við önnur ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík og telur þau tengsl standa fyrir staðbundin tengsl á meðan Blái demanturinn stendur fyrir óstaðbundin tengsl. Það sama má segja um Fræðasetrið í Sandgerði. Hvað framtíðina varðar þá voru allir sammála um að Blái demanturinn sé verkefni sem komi til með að ganga upp og vera öflugur samstarfsvettvangur ferðaþjónustufyrirtækja sem starfa á svæðinu.
  Það var hins vegar eitt og annað sem viðmælendunum fannst að betur mætti fara í verkefninu. Meðal annars það að stamstarfið væri ekki nægilega markvisst sem skapað hefur ákveðna tregðu. Hins vegar ef Bláa demantinum tekst að styrkja samstarfið milli ferðaþjónustuaðila á Reykjanesinu, þ.e. auka upplýsingaflæðið, þá ætti það að geta skapað traust og áreiðanleika. Að því gefnu þá hefur Blái demanturinn alla burði til þess að vera öflugur samstarfs¬vettvangur til framtíðar.

Samþykkt: 
 • 28.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf637.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna