is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28723

Titill: 
  • Tengsl hreyfingar og námsárangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir vita að hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan barna og ungmenna en það sem færri vita er að hreyfing getur einnig haft áhrif á námsárangur þeirra. Ritgerð þessi fjallar um tengsl hreyfingar og námsárangurs hjá grunnskólabörnum. Um er að ræða heimildaritgerð þar sem notast var við fræðilegar heimildir. Niðurstöður sýna að hreyfing getur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda og þá sérstaklega miðlungs erfið hreyfing sem reynir á þolið. Rannsóknirnar sýna að fjölbreytt hreyfing getur haft jákvæð áhrif á námsárangur; hjóla í skólann, leika úti í frímínútum, skólaíþróttir, leika sér úti eftir skóla og fara á íþróttaæfingu. Það má telja líklegt að það komi ekki niður á námsárangri í bóklegum greinum, ef hreyfing er aukin á skólatíma og bóklegum tímum jafnvel fækkað. Mikilvægt er að upplýsa skólasamfélagið og foreldra um þessi tengsl, því sífellt er verið að leitast við að ná betri árangri í skólastarfinu. Á sama tíma eru börn og ungmenni að hreyfa sig minna og minna sem hugsanlega getur leitt til lakari námsárangurs.

Samþykkt: 
  • 28.8.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_JanePetraGunnarsdóttir.pdf220.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Tengsl hreyfingar og námsárangurs_Jane Petra Gunnarsdóttir.pdf919.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna