Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28759
Verkefnið gengur út á að hanna, forrita og teikna stýringu sem ætluð er til þess að bæta þjálfun í knattspyrnu. M.a. er notað til þess Arduino iðntölva, Schneider iðntölva og Siemens skjár. Það eru 6 battar í kringum þátttakanda og einn rofi. Í hverjum batta er skynjari og ljós. Einnig er ljós hjá rofanum. Þátttakandi hefur Siemens skjáinn sem hann notar til þess að velja hvaða leik hann fer í ásamt því að velja hversu langan tíma hann varir. Hann hefur 5 mismunandi leiki til þess að velja úr. Iðntölvurnar eru notaðar til þess að gefa þátttakanda upplýsingar um hvaða batta á að skjóta í næst eða hvort eigi að hlaupa að rofa og ýta á hann. Eftir leik fær þátttakandi upplýsingar á skjánum um fjölda stiga sem hann fær. Stigagjöfin er notuð sem endurgjöf á frammistöðu. Þ.e.a.s. hversu hratt hann nær að skjóta milli batta og hlaupa að rofa og til baka.
Lykilorð: Endurgjöf
Iðntölva
Knattspyrna
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Rafmagnst_ battavöllur Lars Ívar Lárusson.pdf | 1,87 MB | Open | Complete Text | View/Open |