Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28764
Verkefnið fjallar um hönnun á afrúllara fyrir heyrúllur.
Helstu markmið verkefnis eru: að hanna öruggan búnað sem mun auðvelda vinnu við gjöf á heyrúllu; að einn notandi geti unnið við búnaðinn; að búnaðurinn sé einfaldur í smíði og notkun; og að búnaðurinn sé viðhaldslítill, endingargóður og ódýr í smíðum.
Hönnun og spennugreining var gerð í forritinu Autodesk Inventor. Þá var rafmagnsteikning gerð í forritinu PC Schematic og skýrslan var unnin í Microsoft Word.
Helstu niðurstöður verkefnisins er hannaður afrúllari með öllum útreikningum og völdum íhlutum í smíði og drifbúnað. Þá liggja fyrir smíðateikningar með smíðalýsingu, rafmagnsteikning og kostnaðaráætlun.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Afrúllari.pdf | 3,92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |