is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28765

Titill: 
  • Rýrnun og sprungumyndun í múrílögn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru ílagnir og ásteypulög algeng ofan á steyptar einingar. Þar sem steyptar ílagnir eru lagðar niður er sprungumyndum algengur galli. Mikilvægt er að komast að því hverjir eru helstu áhrifavaldar sprungumyndunar og hvort að einhverjar leiðir séu mögu- legar til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál. Megináhersla verkefnisins er að meta þá þætti sem hafa mest áhrif á sprungumyndun ásamt því að fara yfir aðferðir við val og niðurlögn ílagna á Íslandi.Viðtöl voru tekin við hönnuði, verktaka og efnissala og reynt að fá innsýn í það hvernig og hvers vegna þeir framkvæma hlutina á þann hátt sem þeir gera. Reiknimódel á rýrnun samkvæmt leiðbeiningum ACI og EN staðla voru sett fram og borin saman. Einnig var smíðað reiknilíkan sem líkir eftir ílögn sem er bundin við yfirborð steyptrar plötu. Niðurstöður leiddu ýmislegt áhugavert í ljós. Þar má nefna að aðferðir við ílagnir virðast ekki eins á Íslandi og á öðrum stöðum. Íslenska sjálfútleggjandi sementsílögnin er aðferð sem þekkist lítt utan landsteinanna. Töluverður munur er á niðurstöðum á rýrnun á milli EN staðals og ACI leiðbeininga. Samkvæmt niðurstöðum úr ACI er rýrnun 61; 5% meiri á blautri ílögn en í venjulegri steypu. Niðurstöður úr reiknilíkani leiddu í ljós að sprungur byrja að myndast í ílögninni á 2.–4. degi.

Samþykkt: 
  • 31.8.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EinarIOlafsson.pdf26.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna