en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28766

Title: 
 • Title is in Icelandic Brúastjórnunarkerfi : þróun einkunna við ástandsskoðun steinsteyptra brúa á íslenska vegakerfinu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum hvers samfélags. Vegakerfið tengir saman fólk, byggðir og atvinnusvæði og gegna brýr þar veigamiklu hlutverki. Þær gera fólki kleift að komast ferða sinna þar sem annars, vegna landfræðilegra aðstæðna, ómögulegt væri að komast um.
  Eftirfarandi verkefni fjallar að stærstum hluta um tölfræðilega greiningu á gögnum sem unnin er upp úr brúaskoðunarkerfi Vegagerðarinnar. Skoðuð er þróun einkunna sem gefnar eru við ástandsskoðun steinsteyptra brúa ásamt því að gerð er fylgnigreining á gögnunum með það að leiðarljósi að sjá sambandið á milli einkunna annars vegar og aldurs hins vegar. Auk þess er skoðað hversu mikið einkunnir skiptast hlutfallslega á milli þeirra byggingarhluta sem skoðaðir eru.
  Ekki verður hjá því komist að fjalla almennt um brúastjórnunarkerfi og eru tekin dæmi um fjögur mismunandi kerfi sem notuð eru víðs vegar um heiminn. Farið verður stuttlega yfir það hvernig kerfin eru uppbyggð ásamt því hvernig einkunnagjöf er skilgreind fyrir þá þætti sem skoðaðir eru. Einnig verða kerfin borin saman auk þess sem reynt verður að meta kosti og galla hvers kerfis fyrir sig.
  Þegar niðurstöður yfir allt landið eru skoðaðar kemur það í ljós að skýra megi út ríflega 36% af ástandseinkunn með aldri brúnna. Þó er það nokkuð misjafnt á milli landssvæða, eða frá 26% og upp í 43%. Setja verður samt fyrirvara við þessar niðurstöður þar sem inngrip í formi viðhalds, eða jafnvel endurbygging brúnna, koma ekki fram í þeim gagnagrunni sem var til skoðunar.
  Niðurstaða verkefnisins gefur góða ástæðu til þess að fara út í frekari rannsóknir á viðfangsefninu. Eins og kom fram hér að ofan þá skýrir aldur aðeins rúm 36% af ástandseinkunnum. Það eru þá ef til vill aðrir þættir, eins og til dæmis staðsetning, umferð, burðargeta efnisgæði byggingarhluta o.s.frv., sem skýra út það sem upp á vantar.
  Lykilorð: Brýr, brúastjórnunarkerfi, fylgnigreining, ástandseinkunn.

 • Good transportation is one of the main pillars of every community. The road network connects people, settlements and employment areas with bridges playing a significant role in that matter. Bridges make travels a lot easier through areas which, due to geographical conditions, would be impossible to pass through.
  The following tasks are largely based on statistical analysis of data derived from the Icelandic Road Administration Inspection System for bridges. The development of grades given in the inspection of concrete bridges is examined, as well as a Correlation Analysis of the data, with the guidance of the relationship between grades on the one hand and the age of the bridges on the other. In addition, it is examined how much ratings are divided between the parts of the bridges that are viewed.
  There will be a general discussion about Bridge Management Systems (BMS) with a presentation of four different BMS which are used around the world. There will be a brief overview of how the systems are structured together and how the ratings are defined for the elements viewed. The systems will be compared with each other, as well as an individual evaluation of advantages and disadvantages of each system.
  When looking at results across the country, it is revealed that over 36% of the condition grade can be explained by age of the bridges. However, it is somewhat different between each national area, or from 26% to 43%. Most importantly, it must be noted that intervention in the form of maintenance, or even reconstruction of bridges, does not appear in the Road Administration Inspection System.
  The outcome of the project gives a good reason for further research on the subject. As stated above, age accounts for just over 36% of the condition, so there are other factors that explain what is missing.
  Keywords: Bridge, Bridge Management System, Correlation Analysis, condition ratings.

Accepted: 
 • Aug 31, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28766


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brúastjórnunarkerfi - Þróun einkunna við ástandsskoðun steinsteyptra brúa á íslenska vegakerfinu.pdf2.93 MBOpenComplete TextPDFView/Open