is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28771

Titill: 
 • Titill er á ensku Iceland: transition to clean energy, limitations of the electric transmission system
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur verkefnisins er að reyna að kortleggja hvaða áhrif orkuskipti í samgöngum og iðnaði munu hafa á flutningskerfi raforku í framtíðinni. Skilgreindar voru tvær sviðsmyndir þar sem mismunandi stig orkuskipta var skilgreint og orkuþörfin metin fyrir hvora sviðsmynd.
  Út frá orkuþörfinni var áætlað það hámarks afl sem myndi leggjast á kerfið. Einnig voru skilgreindir virkjanakostir sem þyrfti að nýta í þeim tilgangi að útvega orku fyrir þau orkuskipti sem skilgreind voru. Í því augnamiði að ná fram mismunandi eiginleikum virkjana sem flutningskerfið þarf að bregðast við voru skilgreindar tvær mögulegar samsetningar af virkjanakostum fyrir hvora sviðsmynd. Er þar átt við annars vegar hefðbundnar jarðvarma og vatnsvirkjanir og hins vegar vatnsvirkjanir og vindorkuver. Til að meta áhrif á flutningskerfi raforku voru þessar sviðsmyndir og mismunandi virkjanakostir settir upp í hermilíkanið PSS/E. Í líkaninu var einnig stillt upp þeim styrkingum á meginflutningskerfinu, sem lýst er í kerfisáætlun Landsnets. Til einföldunar var einungis stillt upp þeim valkosti sem kallaður er A.1 og byggir á svokallaðri T-tengingu. Kerfið var svo hermt fyrir allar sviðsmyndir og alla mögulega virkjunarkosti. Við hermanirnar voru fimm mismunandi rekstraraðstæður kerfisins til athugunar og voru allar hermanir framkvæmdar bæði með og án hálendislínuna sem hluta af kerfinu. Niðurstöður hermana sýndu að ef erfitt gæti orðið að reka kerfið við ýmis rekstrarskilyrði án hálendislínunnar í framtíðinni. Það fer þó eftir því á hvaða stig orkuskiptin eru komin og eins hvernig önnur raforkunotkun mun þróast á tímabilinu. Einnig
  hefur staðsetning virkjanakosta sem nýttir eru áhrif. Aðrir veikleikar í kerfinu voru einnig uppgötvaðir og má þar helst nefna innfæðingu inn á Austfirði, en með vaxandi rafvæðingu
  fiskimjölsverkssmiðja á Austurlandi má reikna með að afhendingaröryggi á Austfjörðum fari minnkandi ef ekkert er að gert.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project is to study what effect transitioning transport and industry to clean energy will have on the future electric transmission system. Two load scenarios are defined, whith different levels of energy transition and the energy need is assessed for each scenario. Based on the energy need, the maximum load added to the system is estimated.
  Generation portfolios to be utilized for the purpose of obtaining sufficient energy for the transition are defined. Two different portfolios of generating options for each scenario were defined in order to achieve the different characteristics of different combinations and geographical location of power plants. The first option consists of a well established combination of geothermal and hydro power plants. The other option consists of a combination of hydro power and wind power. In order to assess the impact on the electric transmission system, the scenarios and generating options in all portfolios are implemented in the power system simulator PSS / E. The planned strengthening’s on the main transmission system, as described in Landsnet’s Network Development Plan, are also configured in the model. For simplicity, only the options called A.1, based on the so-called T-connection is implemented. The system is then simulated for all scenes and all possible power options. Five different operating conditions of the system are considered and simulations carried out for each of those, both with and without the highland connection in place. The results of the analysis show that it could become problematic to operate the system under certain conditions in the future without the highland connection. However it depends on the level of energy transition and how power demand will develop over the period. It also matters where the installed generating options are located. Severe weaknesses in the system were discovered, one of them is the feeding into the East area. With increasing amount of power delivered to fishmeal plants in eastern part of Iceland, the reliability of the energy delivered in the East fjords can be expected to decrease if no actions are taken.

Samþykkt: 
 • 31.8.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iceland transition to clean energy, limitations of the electric transmission system-Gnýr Guðmundsson - Msc.pdf10.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna