is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2878

Titill: 
  • Áhrif þreytu á vöðvavirkni og liðferla í hnébeygju hjá þremur mismunandi hópum karla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif þreytu á rafvirkni vöðva og hreyfiferla í hnébeygju
    milli þriggja hópa einstaklinga sem voru misjafnlega vel þjálfaðir í æfingunni. Aðferðir:
    Þátttakendur framkvæmdu hnébeygjur með 80% af hámarksþyngd að uppgjöf. Vöðvarafrit
    var skráð frá 10 vöðvum í neðri útlim og bol sem notaðir eru í hnébeygjunni. Einnig voru
    breytingar á liðferlum skoðaðar með tveimur myndavélum. Niðurstöður: Frávikum frá
    eðlilegum liðferlum fjölgaði við þreytu fyrir alla hópana. Vegalengdin sem stöngin
    ferðaðist jókst marktækt milli fyrstu og síðustu endurtekningar í 80% setti og auk þess
    hægðist á lyftingarmönnum við þreytu. Mestu breytingar á vöðvarafriti við þreytu urðu á
    hámarksorku en flestir mældir vöðvar sýndu marktæka aukningu þar á uppleið. Ályktun:
    Talsverðar breytingar verða á liðferlum við þreytu og gæti verið varhugavert að æfa að
    uppgjöf. Niðurstöður benda til að með hnébeygju sé hægt að ná þjálfunaráhrifum á flesta
    mælda vöðva, sérstaklega stærsta þjóvöðva og miðlægan víðfaðmavöðva.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
beygju_fixed.pdf833.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna