is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28780

Titill: 
  • Réttur barna til að hafa áhrif
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Börn eru einstaklingar sem hafa sjálfstæð réttindi án þess að hafa alltaf burði til að sjá til þess að gætt sé að þessum réttindum. Í dag er til mannréttindasáttmáli tileinkaður börnum til að sjá til þess að við sem fullorðin eru berum ábyrgð á að réttindum þeirra sé gætt.
    Samkvæmt 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (SRB) hafa öll börn sem myndað geta eigin skoðanir rétt til að tjá sig frjálslega í öllum málum sem þau varða og hafa áhrif í samræmi við aldur og þroska. Þá er í 1. mgr. 43. gr. barnalaga nr. 76/2003, tekið fram að veita skuli barni sem náð hefur nægilegum þroska tækifæri til að tjá sig um mál, nema ef talið er að það hafi skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit máls. Þetta ákvæði vekur upp þá spurningu hvort sú takmörkun sem felst í orðalagi þess samræmist 12. gr. SRB. Við þá tilraun til að svara þeirri spurningu var litið á hvernig 1. mgr. 43. gr. barnalaga hefur verið túlkuð í framkvæmd. Við þá leit voru skoðaðir Hæstaréttardómar, umgengnismál og dagsektarmál frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ásamt úrskurðum frá ráðherra.
    Margt áhugavert kom upp við þessa skoðun og þá einna helst að ósamræmis gætir við túlkun á 1. mgr. 43. gr. barnalaga. Bæði varðandi beitingu hennar í málum þar sem takmarkanirnar áttu ekki við, ásamt því hvernig takmarkanir hennar eru túlkaðar. Þetta ósamræmi gengur í berhögg við rétt allra barna til að tjá skoðun sína og hafa áhrif skv. 12. gr. SRB.

Samþykkt: 
  • 1.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf32.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF