is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28788

Titill: 
  • Að eilífu skvísa. Póstfemínismi í sjónvarpsþáttunum Younger.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að eilífu skvísa vísar til þeirrar kröfu nútímasamfélagsins að konur haldi sér ávallt unglegum. Það sé þeim í raun nauðsynlegt til að fá vinnu við hæfi, vera góðir neytendur og eignast heppilegan lífsförunaut en þessir þrír þættir eiga að stuðla að lífshamingju. Kröfur samfélagsins setja mikinn þrýsting á konur og gegnsýra gervalla skvísumenninguna þ.e. dynja á þeim í tímaritum, bókum, sjónvarpsefni og kvikmyndum. En hvernig getur skvísumenningin valdið konum kvíða og áhyggjum en verið um leið uppspretta ánægju og afþreyingar? Leitað verður í brunn fræðimanna sem hafa skrifað um póstfemínisma og skvísumenningu til að svara þessari spurningu og um leið fjallað um sjónvarpsþættina Younger. Þættirnir fjalla um einstæða fertuga móður sem grípur til þess ráðs að ljúga til um aldur til að fá starf í samræmi við menntun og bakgrunn.

Samþykkt: 
  • 4.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að_eilífu_skvísa_ele.pdf513.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.08 MBLokaðurYfirlýsingPDF