is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28790

Titill: 
  • Málamyndahjúskapur. Reglur og framkvæmd.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til meistaraprófs í lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands og var unnin undir handleiðslu Oddnýjar Mjallar Arnardóttur árið 2017. Viðfangsefni ritgerðarinnar er inntak og beiting 8. mgr. 70. gr. útlendingalaga nr. 80/2016. Ákvæðið kveður á um að sé rökstuddur grunur fyrir hendi að til hjúskapar eða sambúðar hafi verið stofnað í þeim tilgangi að afla dvalarleyfis og ekki sé sýnt fram á annað svo að óyggjandi sé veitir slíkt samband ekki rétt til dvalarleyfis. Málamyndahjúskapur í skilningi útlendingalaga er hjúskapur sem stofnað er til undir því yfirskyni að hann sé ósvikinn þegar raunverulegur megintilgangur hans er að afla útlendingi dvalarleyfi. Í ósviknum hjúskap er megintilgangur hjóna að stofna til fjölskyldulífs og lifa í varanlegri fjölskyldueiningu. Því er megineinkenni málamyndahjúskapar skortur á ásetningi hjóna til að lifa ósviknu hjúskaparlífi.
    Ritgerðin byggir að stóru leyti á rannsókn sem framkvæmd var á réttar- og stjórnsýsluframkvæmd á Íslandi. Við þá rannsókn voru allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir æðri stjórnvalda, er synjuðu útlendingi um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar við íslenskan ríkisborgara, frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2016 rannsakaðir. Annars vegar var áhersla lögð á að skoða hvernig Útlendingastofnun rannsakaði hvort hjúskapur væri hugsanlega til málamynda. Hins vegar var stefnt að því að tilgreina á hvaða sjónarmiðum Útlendingastofnun og æðri stjórnvöld byggðu niðurstöðu sína þegar dvalarleyfi var synjað á grundvelli málamyndahjúskapar.
    Heimild 8. mgr. 70. gr. útlendingalaga er matskennd og háð rannsókn. Því þurfa stjórnvöld að framkvæma heildarmat í hverju máli fyrri sig. Þá eru öll gögn málsins, hvort sem þau styðja grun stofnunarinnar eða ekki, eru skoðuð á óhlutdrægan hátt. Því geta einstök atriði almennt ekki verið eini grundvöllur þess að synja eigi um veitingu dvalarleyfis á grundvelli þess að hjúskapur aðila sé til málamynda heldur verða fleiri en eitt atriði að benda til þess að um málamyndagerning sé að ræða. Málefnaleg sjónarmið þurfa að liggja til grundvallar. Lögskýringagögn með útlendingalögum hafa að geyma leiðbeinandi sjónarmið um þau atriði sem bent geta til þess að hjúskapur umsækjenda sé til málamynda. Þar er sérstaklega nefnt að líta skuli til þess hvort að aðilar hafi búið saman fyrir stofnun hjúskapar, aldursmunar, hvort þau tali tungumál hvort annars, þekki til einstakra atriða eða atvika úr lífi hvort annars og hjúskaparsögu viðkomandi og hvort hún veki grunsemdir hvað þetta varðar. Þau sjónarmið sem talin eru upp í lögskýringagögnum eru talin upp í dæmaskyni og því er ekki um að ræða tæmandi talningu.

Samþykkt: 
  • 4.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð [final] Ester Inga Sveinsdóttir.pdf1.14 MBLokaður til...01.01.2067HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna sem varðveitt eru í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.pdf333.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF