is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28796

Titill: 
 • Greining á blóðmagni út frá ljósmyndum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Klínísk merki blóðleysis svo sem fölvi í augnslímhúð, naglbeðum og lófum hafa verið notuð af læknum sem hluti af mati þeirra á heilsu sjúklinga. Rannsóknir sem kanna næmi og sértæki slíkra teikna til greiningar á blóðleysi hafa sýnt fram á ákveðna getu til að greina alvarlegt blóðleysi en minni getu til greiningar á vægu blóðleysi. Þessar rannsóknir eiga það sameiginlegt að lítið samræmi er milli lækna í greiningu fölva og fáar rannsóknir nota mörg teikn saman til greiningar. Ætla má að hugbúnaður gæti verið næmari til greiningar en mannsauga.
  Til að sannreyna þetta var ákveðið að framkvæma rannsókn með 200 sjúklingum en einnig að búa til skalanlegt rannsóknarumhverfi og bera niðurstöðurnar saman við nýlega rannsókn sem birtist í ritrýndu læknisfræðilegu blaði.
  Með skalanlegu rannsóknarumhverfi er átt við að endurtaka megi rannsóknina á öðrum stað eða á stærra þýði án þess að breyta þurfi miklu. Búið var til smáforrit sem aðstoðar við gagnaöflun, vefþjónustu sem sér um öryggi við gagnageymslu og gagnaheilindi, vefsíðu sem leyfir utanaðkomandi aðila að skrá niður blóðprufuniðurstöður, forrit sem staðlar myndirnar og vinnur frá þeim sérkenni og að lokum forrit sem sér um vélrænt gagnanám og smíðar líkan sem getur spáð fyrir um blóðleysi.
  Myndinar voru teknar með iPhone myndavél af augnslímhúð, lófa og naglbeði sjúklinga á Landspítalanum. Allir sjúklingar þurftu að hafa farið í blóðprufu innan sólarhrings. Myndirnar voru lýsingar- og litaleiðréttar með gráspjaldi og út frá myndunum voru reiknaðir rauðleikastuðlar (e. erythema index) og þeir voru paraðir saman við niðurstöðu blóðprufu.
  Heildarfjöldi sjúlklinga sem náðist að mynda voru 198, þar af voru 99 með hemóglóbín undir 115 og 99 yfir. Þjálfað var gervigreindarlíkan með Random Forest reikniritinu með 80% af gögnunum. Líkanið var svo prófað á 20% gagnanna.
  Niðurstaðan fyrir þjálfunargögnin var 68,4% næmi og 82,3% sértæki á greiningu blóðleysis. Niðurstaðan á prófunargögnin var 65% næmi og 80% sértæki fyrir greiningu blóðleysis. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við samanburðarrannsóknina.
  Niðurstaðan bendir til þess að nýta megi þessa tækni til að spá fyrir um blóðleysi án blóðprufu með nokkurri vissu en framkvæma þyrfti stærri rannsókn til að sannreyna það.

Samþykkt: 
 • 4.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blodrannsokn_lokaverkefnid.pdf10.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna