is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28804

Titill: 
  • Réttarríkið. Helstu kenningar og réttarríkishugtakið í íslenskum rétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að skilja hugtakið réttarríkið. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður horft til baka og stiklað á stóru hvað varðar sögulega þróun réttarríkishugmyndarinnar og farið yfir þá atburði og helstu hugmyndir sem geta hugsanlega varpað ljósi á hugmyndir samtímamanna og sett þær í sögulegt samhengi.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður vikið að þeirri heimspekilegu umræðu sem hefur átt sér stað um inntak og eðli réttarríkishugmyndarinnar. Fjallað verður um mismunandi tegundir réttarríkiskenninga og gerð grein fyrir því hvernig þær eru flokkaðar. Í því samhengi verður svo fjallað um skrif nokkura heimspekinga. Þess ber þó að geta að umfjöllunin er ekki tæmandi hvað varðar réttarríkiskenningar. Aðeins verður fjallað um helstu kenningar sem lagðar hafa verið til grundvallar í skrifum íslenskra fræðimanna um efnið. Fjallað verður um skrif eftirfarandi manna; A.V. Dicey, F. A.Hayek, Lons L. Fuller, Josephs Raz, Johns Finnis og Ronalds Dworkin.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar verður fjallað um það hvernig réttarríkishugtakið hefur birst á Íslandi og í íslenskri réttarframkvæmd. Fjallað er um það hvernig réttarríkishugtakið birtist okkur í skrifum íslenskra fræðimanna, hver staðu réttarríkishugtaksins sé stjórnskipunarlegu tilliti, hvernig hugtakið birtist í íslenskum lögum og þingskjölum Alþingis og síðast en ekki síst hvort og þá hvernig því sé beitt í réttarframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 4.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttarríkið. Helstu kenningar og réttarríkishugtakið í íslenskum rétti.pdf884.8 kBLokaður til...05.09.2077HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf24.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF