is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28807

Titill: 
 • Misnotkun á tvísköttunarsamningum og verndarreglur - Með áherslu á vörslusjóði
 • Titill er á ensku Abuse of Double Tax Conventions and Anti-Abuse Rules - With Emphasis on Trusts
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þegar kemur að alþjóðlegri skattasniðgöngu hefur misnotkun á tvísköttunarsamningum verið algeng leið fyrir skattaðila. Lengi vel hafa skattaðilar hér á landi og annarsstaðar komist upp með að notfæra sér glufur í tvísköttunarsamningum. Í þessari ritgerð verða helstu úrræði við þessari misnotkun rannsökuð. Áherslan mun liggja í sérstökum úrræðum sem eru innan tvísköttunarsamninganna sjálfra og þar af leiðandi verður minna fjallað um lögfest ákvæði og óskráðar skattasniðgöngureglur í gildandi rétti hér á landi. Lögfestar og óskráðar skattasniðgöngureglur hafa annan réttargrundvöll en úrræðin sem eru innan tvísköttunarsamninganna. Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru færð rök fyrir því að úrræði innan tvísköttunarsamninganna eru betur til þess fallin að koma í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.
  Seinni hluti ritgerðar snýr að því að kafa dýpra inn í umfjöllun um þessi samningsbundnu úrræði. Stuðst er að miklu leyti við BEPS aðgerðaráætlunina um rýrnun og tilfærslu skattstofna og þá helst aðgerðaráætlun nr. 6. Lokaskýrslan um aðgerðaráætlun nr. 6 sneri að því að finna lausn á misnotkun á tvísköttunarsamningum og var niðurstaðan sú að ríki þyrftu að innleiða ný ákvæði innan tvísköttunarsamninga sem koma í veg fyrir misnotkun á þeim.
  Það sem helst stóð upp úr tillögum BEPS var innleiðing svokallaðra LOB reglna í samningsfyrirmynd OECD. LOB reglur (e. Limitations on Benefits Rules) eiga rót sína að rekja til Bandaríkjanna en þær samanstanda af ýtarlegum skilyrðum sem kallaðar eru prófraunir (e. Tests). Um þessar reglur og prófraunir er fjallað ýtarlega í ritgerðinni.
  Sú leið var valin að fjalla um vörslusjóði sem jaðardæmi fyrir þessar LOB reglur. Vörslusjóðir eru lítið þekkt fyrirbæri hér á landi eins og í öðrum löndum þar sem fordæmisréttur eru ekki gildandi réttarskipan. Fjallað verður ýtarlega um uppbyggingu vörslusjóða og helstu réttareglur. Í eðli sínu eru þeir eigendalausir og flokkast eftir atvikum ekki undir sjálfstæða lögaðila en það fer eftir lögum samningsríkis hverju sinni. Farið er yfir aflandsvörslusjóði og hvernig þeir virka. Spurningunni um hvort af vörslusjóðum stafi hætta við misnotkun á tvísköttunarsamningum, er svarað í lokin og þá helst með tilliti til LOB reglnanna sem nýjasta samningsfyrirmynd OECD mun koma til með að innihalda.

Samþykkt: 
 • 4.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð. MTV..pdf1.6 MBLokaður til...17.06.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing-gurban.pdf213.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF