is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28815

Titill: 
  • Tölusamræmi á milli sagna og nefnifallsandlaga í íslensku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til MA-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknarefni ritgerðarinnar er tölusamræmi á milli sagna og nefnifallsandlaga. Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er eftirfarandi: er hægt að finna einhverjar vísbendingar um það að reglan um tölusamræmi á milli sagnar og nefnifallsandlags sé hluti af málkunnáttu íslenskra málhafa? Notast er við sjálfstýrðar lestrarrannsóknir og dómapróf til að svara þessari spurningu. Í kafla 1 er fræðileg umfjöllun um nefnifallsandlög. Útskýrt er hvernig þau birtast í íslensku ásamt því að segja frá niðurstöðum Tilbrigðaverkefnisins þar sem tölusamræmi við nefnifallsandlög var rannsakað. Í kafla 2 er umfjöllun um rannsóknaraðferðina sem notuð í rannsókninni sem fjallað er um í þessari ritgerð (þ.e. sjálfstýrð lestrarrannsókn). Útskýrt er út á hvað það gengur að framkvæma sjálfstýrða lestrarrannsókn ásamt því að fara yfir atriði sem gott er að hafa í huga við hönnun á sjálfstýrðri lestrarrannsókn og atriði sem gott er að hafa í huga við úrvinnslu á gögnum úr sjálfstýrðri lestrarrannsókn. Í kafla 3 er sagt frá forkönnun sem framkvæmd var til að athuga hvort hægt væri að fá marktækar niðurstöður úr því að rannsaka tölusamræmi við nefnifallsandlög með sjálfstýrðri lestrarrannsókn. Þá er einnig farið yfir gallana við forkönnunina svo hægt sé að hanna betri aðalkönnun. Fjallað er um aðalkönnunina í kafla 4. Aðalkönnunin er uppfærð útgáfa af forkönnuninni. Þar er sagt frá sjálfstýrðri lestrarkönnun og dómaprófi sem framkvæmd voru til að svara rannsóknarspurningunni. Í lokin er gerð samantekt á helstu atriðunum sem farið var yfir í ritgerðinni ásamt því að setja fram lokaniðurstöðu ritgerðarinnar. Svarið við rannsóknarspurningunni er já.

Samþykkt: 
  • 4.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjarniBarkarson_MAritgerð.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hugvisindasvid_titilsida_ritgerda.pdf6.37 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
skemman_eyðublað_BjarniBarkarson.pdf53.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF