is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28818

Titill: 
  • Rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins Samkvæmt 19. og 20. gr. samkeppnislaga
  • Titill er á ensku The investigatory powers of The Icelandic Competition Authority: According to articles 19 and 20 of the Icelandic Competition Act
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Við upphaf árs 2009 framkvæmdi Samkeppniseftirlitið húsleit hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor. Við húsleit þessa var meðal annars lagt hald á tölvupóstsamskipti fyrirtækisins við utanaðkomandi lögmenn, samskipti sem Valitor sagði m.a. varða önnur mál fyrir Samkeppniseftirlitinu sem og fyrirhuguð dómsmál gegn því. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 12. apríl 2013 (8/2013) kemur fram að það hafnaði sjónarmiðum Valitor um að haldlagningin hafi verið ólögmæt og vísaði Samkeppniseftirlitið í því samhengi m.a. til þess að lögmenn væru ekki verjendur samkvæmt lögum um meðferð sakamála og að umrædd samskipti hafi ekki varðað það mál sem til rannsóknar var. Valitor gagnrýndi þessa ákvörðun og kærði hana til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála sem staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
    Í ritgerð þessari verður farið yfir rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins eins og þær birtast í VI. kafla samkeppnislaga nr. 44/2005, valdmörk þeirra og beitingu. Í þessu samhengi verða sérstaklega skoðuð valdmörk rannsóknarheimildanna í þeim tilfellum þegar um er að ræða upplýsingar eða gögn er varða samskipti aðila við lögmenn.
    Við athugun þessa verður einnig sérstaklega litið til þess hvort þessi framkvæmd svipi til þeirrar framkvæmdar sem tíðkast í Evrópurétti. Loks verða rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins skoðaðar í ljósi mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar sem og ákvæða 6. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins - Skúli Hansen.pdf946.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_skemma_SkúliHansen.pdf38.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF