is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2882

Titill: 
  • Samanburður á niðurstöðum greindarprófs Wechslers (WISC-IVIS) meðal barna með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) og stöðlunarúrtaks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athyglisbrestur með ofvirkni (Attention-Deficit Hyperactivity Disorder; ADHD) er röskun á sviði taugaþroska barna. Helstu einkenni eru athyglisbrestur, hvatvísi og hreyfiofvirkni. Markmið ritgerðarinnar er að bera saman niðurstöður WISC-IVIS (Wechsler Intelligence Scale for Children, fourth edition; íslensk útgáfa) greindarprófsins hjá börnum með ADHD við staðlað úrtak. Tilgátan er sú að það sé munur á niðurstöðum prófsins hjá börnum með ADHD og stöðlunarúrtaks. Sérstaklega sé munur í mælitölum vinnsluhraða (processing speed) og vinnsluminnis (working memory) og undirprófum (subtests) þeirra prófhluta (index). Einnig verður litið á frammistöðu barna með ADHD eftir kyni og í samanburði við stöðlunarúrtak. Skoðað verður líka frávik í heildartölu greindar eftir aldri. Ekki er vænst að munur sé á frammistöðu kynja með ADHD. Þátttakendur í rannsókninni voru 39 talsins og voru börnin á aldrinum 6 til 17 ára, öll með ADHD samkvæmt greiningu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Ekki var unnið beint með þátttakendum heldur aðeins með niðurstöður prófsins. Til þessa hefur frammistaða íslenskra barna með ADHD ekki verið metin með íslensku útgáfu greindarprófsins og engar rannsóknir eru til á samanburði íslenskra barna með ADHD við stöðlunarúrtak. Niðurstöður falla vel að og renna stoðum undir tilgátu rannsóknar þar sem munur er á niðurstöðum prófsins hjá börnum með ADHD og stöðlunarúrtaks. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta ekki aðeins tilgátu rannsóknarinnar heldur bjóða einnig upp á margar rannsóknir í framhaldinu.

Samþykkt: 
  • 29.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal_fixed.pdf171.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna