is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28820

Titill: 
  • Frægðarsögur múmínpabba. Skrásettar af honum sjálfum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er til MA-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Tilgangur verkefnisins er að þýða úr sænsku yfir á íslensku, fyrstu fjóra kaflana í bókinni Muminpappans Bravader. Skrivna af Honom Själv eftir Tove Jansson. Bókin er fimmta í röðinni af níu bókum sem Jansson skrifaði um Mumintrollen og hefur ekki áður komið út í íslenskri þýðingu, eftir því sem höfundi þessa verkefnis er best kunnugt. Í bókinni skrifar múmínpabbi endurminningar úr stormasamri æsku sinni en þessara endurminninga er alla vega getið í einni af múmínálfabókunum sem þýddar hafa verið á íslensku. Alls hafa fimm bækur af níu verið þýddar yfir á íslensku og er þýðing þessi viðleitni til að fylla inn í skarðið og kynna nýjar persónur fyrir lesendum múmínálfabókanna.
    Uppbygging verkefnisins er tvíþætt. Fyrri hlutinn lýtur að þýðingunni sjálfri, að hverju skal huga svo frumtextinn haldi merkingu sinni og inntak textans glatist ekki á milli frumtexta og markmáls. Tekin verða fyrir nokkur dæmi þar sem vafamál komu upp í þýðingarferlinu. Einnig verður fjallað um tilurð múmínálfanna, hvernig höfundur byggði upp ævintýraheim sem ótalmörgum lesendum um allan heim er kunnur og hvernig að lokum höfundur setti lokapunkt aftan við frásögn sína af múmínálfunum og vinum þeirra. Seinni hlutinn er þýðingin sjálf og til hliðsjónar sænska frumtextanum voru hafðar tvær enskar þýðingar til samanburðar. Þýðingin er byggð á sænska frumtextanum og allar myndir sem þýðingunni fylgja eru skimaðar úr þeirri sömu bók.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinIllugadottir_1004673809_inngangur.pdf1.29 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
ElinIllugadottir_1004673809_thyding.pdf4.72 MBLokaður til...01.01.2137HeildartextiPDF
Yfirlysing_ElinIllugadottir.jpg601.07 kBLokaðurYfirlýsingJPG