Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28839
Í þessari ritgerð er fjallað um einn fyrsta íslenska raffræðinginn Halldór Guðmundsson frá Eyjarhólum í Mýrdal. Líst er æskuárum hans, námi og störfum, allt frá barnsárum til dánardags. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og vélasmíði í Kaupmannahöfn, þaðan lá leið hans til Þýskalands þar sem hann lauk námi í raffræði. Eftir að námi lauk kom hann heim til Íslands árið 1904, íslenskir ráðamenn höfðu ekki mikla trú á atvinnu við raffræðina. Halldór raflýsti fyrst í Hafnarfirði og smám saman fóru aðrir staðir úti á landsbyggðinni að leita til hans varðandi raflýsingar. Hann lýsti í bréfum til bróður síns ýmsum erfiðleikum við raflýsingar og hvernig honum gekk að ráða fram úr þeim. Á stríðsárunum gekk mjög illa að fá efni til raflýsinga vegna útflutningsbanns breskra stjórnvalda. Því sigldi Halldór til Kaupmannahafnar og ferðaðist þaðan til Berlínar til að útvega vörur til verkefnisins.
Þá er í ritgerðinni fjallað um ýmsa samtímaatburði sem Halldór upplifði og hvaða augum hann leit á þá. Á þeim árum var sjálfstæðisbaráttan í algleymingi og lýsti Halldór skoðunum sínum á baráttunni og hvað honum fannst um íslenska stjórnmálamenn. Þá er fjallað um ýmisleg samskipti og greiðasemi við bróðurinn Eyjólf Guðmundsson bónda á Hvoli í Mýrdal, en þeir bræðurnir voru afar nánir eins og Eyjahólasystkinin öll. Þá er sagt frá veikindum hans og hversu stóran þátt hann átti í að gera Ísland að því tæknivædda landi sem við þekkjum í dag.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 285.4 kB | Locked | Yfirlýsing | ||
Arnþrúður Sigurðardóttir BA-ritgerð (2).pdf | 1 MB | Open | Complete Text | View/Open |