is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28845

Titill: 
  • Heimildir stjórnvalda til að semja um niðurfellingu skattskulda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Engri heildarlöggjöf er til að dreifa um heimildir stjórnvalda til að semja um niðurfellingu skattskulda. Markmiðið með ritgerðinni var þannig að draga upp heildstæða mynd af þeim heimildum stjórnvalda sem er að finna í núgildandi lögum og regluverkinu sem þeim tengist.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er að finna almenna umfjöllun um skattkröfur. Þar kemur fram að skattkröfur geta aðeins stofnast og verða aðeins felldar niður, samkvæmt skýrum lagaheimildum vegna ákvæða 40. og 1. mgr. 77. gr. stjskr. Þær geta samanstaðið af höfuðstól, dráttarvöxtum, innheimtukostnaði og álagi. Sérstök sjónarmið kunna að eiga við um niðurfellingu einstakra þátta skattkrafna. Við túlkun skattalaga hefur stundum verið litið svo á að vafi skuli skýrður gjaldendum í hag en í öðrum tilfellum að túlka beri ákvæði sem mæla fyrir um skattlagningu tekna rúmt en undanþágur frá skattlagningu tekna og heimildir til frádráttar þröngt. Ýmis sérsjónarmið um skattkröfur hafa áhrif á heimildir stjórnvalda til að semja um niðurfellingu þeirra. Þær geta aðeins stofnast samkvæmt skýrum lagaheimildum, vegna áskilnaðar stjórnarskrár og lögmætisreglunnar. Þá gilda um um þær reglur stjórnsýsluréttar, jafnræðisregla tekjuskattslaganna og jafnræðisreglan í 65. gr. stjskr.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um hverja núgildandi lagaheimild til að semja um niðurfellingu skattskulda fyrir sig. Fyrstu heimildina er að finna í 3. mgr. 113. gr. tekjuskattslaga. Tilgreint ákvæði heimilar ráðherra að taka við skuldabréfi sem greiðslu á skattskuld. Þar með breytist eðli skuldarinnar með þeim hætti að í stað skattskuldar kemur skuld samkvæmt skuldabréfi. Af skuldbreytingu leiðir að innheimtu skuldarinnar er hætt og gjaldandi fær tækifæri til að greiða skuldina á lengri tíma með betri vaxtakjörum. Skuldbreyting getur tekið til tekjuskatts, útsvars og að því er virðist skatta sem stofnast samkvæmt skattalögum sem vísa sérstaklega til þess að 3. mgr. 113. gr. tekjuskattslaga skuli gilda um skatta samkvæmt lögunum. Önnur heimildin er heimild ráðherra til að samþykkja nauðasamninga, í 4. mgr. 113. gr. tekjuskattslaga. Nauðasamningar geta falið í sér eftirgjöf skattskulda að hluta til eða öllu leyti. Skattskuldir vegna endurákvörðunar í kjölfar skattsvika, eða vangreiðslu á virðisaukaskatti, staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjaldi og vörugjaldi falla utan nauðasamninga. Aðrar skattskuldir falla að meginstefnu undir slíka samninga. Þriðja heimildin er í 3. mgr. 17. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Ákvæði heimilar innheimtumönnum ríkissjóðs að samþykkja greiðsluaðlögunarsamninga. Slíkir samningar geta falið í sér niðurfellingu allra skattskulda að hluta eða öllu leyti. Skuldir á virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda falla utan greiðsluaðlögunar.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð .pdf668.02 kBLokaður til...01.01.2027HeildartextiPDF
Forsíða - ritgerðin.pdf243.09 kBLokaður til...01.01.2027ForsíðaPDF
Yfirlýsing.pdf31.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF