is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2885

Titill: 
  • Meðferð vímuefnafíknar meðal refsifanga: Hlutverk hjúkrunar
Titill: 
  • The Role of Nursing in the Treatment of Inmates' Alcohol and Drug Addiction
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar aukningar í neyslu vímuefna sem og hertum viðurlögum við fíkniefnabrotum hefur einstaklingum sem hljóta dóma fjölgað. Gera má ráð fyrir að um helmingur fanga uppfylli
    greiningarskilmerki um vímuefnafíkn og misnotkun, en auk fíknivanda eiga margir refsifangar við ýmis önnur heilsufarsleg vandamál að stríða. Tíðni sjúkdóma tengdum vímuefnaneyslu eru mun hærri meðal refsifanga en hjá almenningi. Árangursrík meðferð við vímuefnafíkn í fangelsum gæti bætt lífsskilyrði og almenna heilsu refsifanga. Öryggi annarra í samfélaginu yrði einnig bætt þar sem afbrotum tengdum neyslu á ávana- og vímuefnum myndi fækka. Tilgangur verkefnisins var að afla þekkingar á meðferðarþörfum refsifanga og hvernig hjúkrunarfræðingar geta mætt þeim. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni: „ Hvað geta hjúkrunarfræðingar gert til að auka líka á meðferðarheldni fanga í lok afplánunar“. Leitað var í gagnasöfnunum Pub Med, Cinahl og Scopus. Þau leitarorð sem notast var við voru: fangelsi, fangar, vímuefnamisnotkun og vímuefnameðferð.
    Helstu niðurstöður voru þær að þrátt fyrir hátt hlutfall vímuefnafíknar meðal refsifanga fá fæstir þeirra viðunandi fíknimeðferð innan fangelsisins. Hjúkrunarfræðingar gætu á grundvelli þekkingar sinnar og menntunar boðið föngum upp á viðunandi meðferðarúrræði og þannig freistað þess að rjúfa vítahringinn milli vímuefnaneyslu og glæpa.

Samþykkt: 
  • 29.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
prentun_fixed.pdf279.17 kBLokaðurHeildartextiPDF