is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28851

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á ADHD : könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari megindlegu rannsókn var leitað eftir viðhorfi íslenskra hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD. Markmið rannsóknarinnar var að kanna út frá fyrirliggjandi rannsóknum og heimildum hvort hreyfing geti gagnast sem meðferðarúrræði við ADHD. Einnig hvort hreyfiseðlar séu nýttir sem meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með ADHD á Íslandi. Send var út spurningakönnun til allra hreyfistjóra á Íslandi. Það svöruðu 19 af 28 hreyfistjórum og var því svarhlutfall könnunarinnar 67,9%. Úrvinnsla gagna fór fram í Excel og SPSS. Niðurstöður sýndu að það er almennt ekki verið að ávísa hreyfiseðlum vegna ábendingar um ADHD, en þó eru dæmi um að ADHD sé tilgreint sem „önnur sjúkdómsgreining” á hreyfiseðlum. Ástæður ávísunar á hreyfiseðil eru byggðar á ráðleggingum úr bókinni FYSS, en þar er ekki fjallað um hreyfingu sem meðferð á ADHD. Það eru þó engin fyrirmæli frá Landlæknisembættinu, sem skylda lækna að fara bókstaflega eftir ráðleggingum FYSS. Samkvæmt fyrirliggjandi heimildum um áhrif hreyfingar á ADHD bendir allt til þess að hreyfing hafi góð áhrif á röskunina. Eftir þessa rannsókn má því álykta að hreyfing geti dregið úr einkennum ADHD og það komi til álita að nota hreyfingu sem meðferðarúrræði eða hluta af meðferðarúrræði við ADHD.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd-dagmarkarls(2).pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna