en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28852

Title: 
  • Title is in Icelandic Stöðugreining á Ungmennafélagi Aftureldingar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hvernig verður framþróunin hjá Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA)? Tilgangur ritgerðarinnar er að gera hagnýtt verkefni sem nýtist við gerð stefnumótunar fyrir félagið og draga fram þá þætti sem taka þyrfti til endurskoðunar í uppbyggingu félagsins. Stöðugreining er mikilvægur hluti af stefnumótunarferli og nýtist verkefni þetta sem hluti stöðugreiningar í stefnumótun félagsins. Við greininguna var unnið að miklu leyti út frá hugmyndum og áliti forsvarsmanna deilda sem og formanns félags og framkvæmdarstjóra þess. Notast var bæði við megindlegar og eigindlegar aðferðir við gagnasöfnun frá formönnum, yfirþjálfurum og öðrum stjórnarmönnum innan hverrar deildar. Sendur var út spurningalisti og honum fylgt eftir með viðtölum. Þá fóru fram eigindleg viðtöl við framkvæmdastjóra, formann UMFA og við bæjarstjóra sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að skortur á formfestu og skýrleika í verklagi, boðleiðum og samskiptum innan félagsins og út úr því virðist hefta öra framþróun félagsins. Áherslur, stefna og verklag virðast haldast í hendur við stefnu og sýn þeirra sem sitja við stjórnvölinn hverju sinni. Þetta leiðir af sér að tími, orka og vinnuframlag félagsmanna, sjálfboðaliða og starfsmanna nýtist ekki sem skyldi sökum illa skilgreindra hlutverka þeirra, ábyrgðar og boðleiða til annarra þátta starfsins.

Accepted: 
  • Sep 5, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28852


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stöðugreining á Ungmennafélagi Aftureldingar.pdf905.32 kBOpenComplete TextPDFView/Open