is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28853

Titill: 
 • Áhrif vökvalosunar á loftfirrt afköst : rannsókn á hröðum líkamsþyngdarmissi á keppanda í blönduðum bardagaíþróttum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Að rannsaka hversu mikil áhrif hraður líkamsþyngdarmissir (HLM) með vökvalosun (VL) og sólarhrings endurheimt hefur á afköst í aflþoli, loftfirrtu hámarksþoli og vöðvaþols á keppanda í blönduðum bardagaíþróttum.
  Aðferð: Rannsóknin var tilfellarannsókn með einliða sniði. Tekinn var fyrir einn þátttakandi (25 ára, KK, 94,3 kg, 183 cm) sem keppir í blönduðum bardagaíþróttum. Framkvæmt var sex daga VL með vatnshleðslu og miðað við 5% (4,7) líkamsþyngdarmissi. Framkvæmdar voru tvær afkastamælingar þar sem mælt var aflþol, loftfirrt hámarksþol og vöðvaþol. Fyrir VL (M1) og eftir VL og 24 klukkustundir til endurheimtar (M2).
  Niðurstöður: HLM með VL var 4,8% (4,55 kg). Líkamsþyngdaraukning við endurheimt var 2,7% (2.05 kg). Í 60 s bosco prófi munar 3,2% á endurtekningum en munur á framleiddum wöttum (W) 9,2%. Í 500 m róðrarprófi var munur á tíma 4,4% og 14,2% á vöttum að meðaltali. Í armbeygjuprófi var 5,6% munur á tíma og 4% munur á endurtekningum.
  Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að HLM með VL hafi neikvæð áhrif á frammistöðu í 60 s bosco prófi og 500 m róðrarprófi en ekki í armbeygjuprófi. 24 klukkustundir endurheimt er ekki nóg til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á aflþol og loftfirrt hámarksþol af völdum HLM.

Samþykkt: 
 • 5.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_LOKASKJAL.pdf893.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna