Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28854
Er Pepsi-deild karla atvinnumannadeild? Hvernig er rekstur knattspyrnufélaga í Pepsi-deild karla? Hversu miklu máli skiptir það fyrir félög að fá meistara- eða Evrópudeildarsæti? Hvað er atvinnumennska? Þessar spurningar og fleiri eru viðfangsefni þessarar rannsóknar. Spurningalisti með 15 spurningum var sendur rafrænt á 12 formenn knattspyrnudeilda í Pepsi-deild karla. Tekin voru þrjú viðtöl við fyrrum atvinnumenn og rýnt frekar í hvað atvinnumennska er. Rannsóknin fór fram frá 2. apríl til 10. maí 2017. Markmið hennar var að fá sýn formanna knattspyrnudeilda um ýmis atriði sem tengjast Pepsi-deild karla. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að tekjur vegna meistara- eða Evrópudeild skipta miklu máli, ekki er full atvinnumennska á Íslandi, heldur blanda af atvinnumennsku og áhugamennsku. Niðurstöður sýndu einnig að ungir leikmenn íslenskra liða séu að fara of snemma til erlendra liða. Það má því segja að Pepsi-deild karla sé ekki atvinnumannadeild og að töluverður munur sé á rekstri félaga í Pepsi-deild karla.
Lykilorð: atvinnumennska, áhugamennska, Pepsi-deild karla,
stjórnunarhættir, rekstur, ungir leikmenn, erlendir leikmenn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
DavidSaevarsson.pdf | 760,73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |