is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28855

Titill: 
  • Launamunur dómara í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í knattspyrnu eru gerðar sömu líkamlegu kröfur fyrir bæði kyn. Þó er óneitnalega munur á líkamlegri getu karla og kvenna en hefur það mikil áhrif á dómara leikins? Dómarar fá lægri laun fyrir að dæma leiki í efstu deild kvenna en í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar að komast að því á hvaða grundvelli launagreiðslur dómara eru ákvarðaðar og komast að því hver skoðun dómara er. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvernig er staðið að launamálum dómara í knattspyrnu á Íslandi? Hvaða þættir liggja til grundvallar þegar launagreiðslur dómarar á vegum KSÍ eru ákvarðaðir? Hver er skoðun dómara á launagreiðslum eftir reynslu og erfiðleikastigi leikja og undirbúnings leikja? Til þess að svara rannsóknarspurningunum var haft samband við KSÍ og spurningalisti var lagður fyrir knattspyrnudómara sem hafa annaðhvort dæmt í efstu deild karla eða kvenna. Einnig var notast við heimildir frá KSÍ, FIFA og UEFA. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fannst dómurum fannst að meðaltal erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en efstu deild kvenna, þó fannst þeim erfiðara að undirbúa sig fyrir leiki í efstu deild kvenna en efstu deild karla. Álykta má að erfiðleika munurinn stafi af meiri ákefð í karlaboltanum.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Elisabet.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna