Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28856
We feel a sense of accomplishment when we get to the bottom of something. It seems that we get this feeling from satisfying our deep-rooted curiosity; our desire to discover the truth. When we arrive at the truth about something by accident, this feeling of having achieved something dissipates. Our intuition tells us that it is not as desirable to have justified beliefs that are accidentally true as having justified beliefs that are true because we used our reliable cognitive abilities to form them. This suggests that we care about something besides truth itself; we care about how we arrive at it. However, when we act on our beliefs, it turns out that in practice it does not matter at all how our true belief was formed; just that they are true. When there is a discrepancy between what our intuition is telling us and what the world around us is showing us, we sense that something is amiss. How can we possibly resolve this discrepancy? Some virtue epistemologists have presented a credit view of knowledge, which offers a promising solution to our predicament. This view of knowledge has been criticized heavily, particularly by using specific cases involving testimony. The proponents of the credit view of knowledge have tried to defend it against these criticisms, but their attempts have not been entirely successful. I will introduce a new social credit view of knowledge that can both handle testimony-based criticisms and help us mediate the conflict between our intuition and reality by providing a potential answer to the question: Why is it better to know something than to have a mere true belief about it?
Almennt leitumst við eftir því að vita hvað er satt, og hvað ekki. Það er eitthvað innra með okkur sem drífur okkur í átt að sannleikanum og þegar við lærum eitthvað nýtt þá líður okkur eins og við höfum afrekað eitthvað. Hins vegar virðist þetta ekki alltaf eiga við; til dæmis þegar við komumst að sannleikanum fyrir slysni. Innsæið segir okkur að það sé ekki jafn eftirsóknarvert að hafa réttlættar skoðanir sem eru óvart sannar eins og að hafa réttlættar skoðanir sem eru sannar vegna þess að við beittum hæfileikum okkar við myndun þeirra. Þetta bendir til þess að okkur sé annt um meira en bara sannleikann; við viljum komast að sannleikanum á réttan hátt. Ef vel er að gáð kemur þó í ljós að í praxís, þegar kemur að því að framkvæma eitthvað út frá skoðunum okkar, þá skiptir engu máli hvernig það kom til að skoðun okkar var sönn. Þegar við upplifum þetta misræmi á milli þess hvað innsæið segir okkur og hvað raunveruleikinn sýnir okkur þá blossar upp sú tilfinning að ekki sé allt með felldu. En hvað er hægt að gera? Innan dyggðaþekkingarfræði er að finna afrekskenningu (e. credit view of knowledge), sem segir að einstaklingur sem viti eitthvað af réttum ástæðum hafi afrekað eitthvað, og eigi því skilið lof fyrir. Ef þessi kenning reynist rétt er möguleiki á því að samræma innsæi og raunveruleika og því er til mikils að vinna. Sú hugmynd að þekking eigi að vera skilin sem lofsvert afrek einstaklings er þó umdeild, og hefur verið gagnrýnd harðlega vegna þess að hún virðist ekki ganga upp í dæmum sem innihalda vitnisburð. Margar leiðir hafa verið farnar til að verja afrekskenninguna en engin þeirra hefur náð að kveða niður gagnrýnisraddir. Ég mun kynna til sögunnar nýja félagslega afrekskenningu sem getur bæði svarað því hvers vegna okkur finnst þekking vera meira virði en sönn skoðun og varist þeirri gagnrýni sem fellt hefur aðrar afrekskenningar um þekkingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð verkefnis - Ísak.pdf | 275,75 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA_Ísak_Andri_Ólafsson.pdf | 12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |