is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28857

Titill: 
  • Í óreiðu án aðgreiningar: Greining á afbyggjandi eiginleikum plágunnar í þremur skáldsögum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skáldsögurnar Mánasteinn. Drengurinn sem aldrei var til (2013) eftir Sjón, Blinda (Ensaio sobre a cegueira, 1995) eftir José Saramago og Oryx and Crake (2003) eftir Margaret Atwood fjalla um samfélög sem verða fyrir barðinu á plágum. Plágur eru menningarleg smíði. Hvernig sjúkdómur smitast, á hvaða samfélagshópa hann leggst og hver einkennin eru hefur mikið að segja um hvaða merking er lögð í sjúkdóminn. Brenglun á mörkum líkamans er ætíð fyrsta skrefið í hruni innviða samfélagsins í plágusögum. Plágan kemur ekki einungis mörkum líkamans í uppnám heldur skapar hún glundroða í borgarsamfélögum. Aðgreining í heilbrigða og sjúka verður mikilvægari en jafnframt vandasamari því plágur hafa jafnandi áhrif, þó vissulega sé reynt að vinna bug á óreiðukennda ástandinu með því að mynda ný aðgreiningarkerfi í stað þeirra sem plágurnar velta úr sessi. Í ritgerðinni verður leitast við að sýna fram á afbyggjandi áhrif plágunnar á tvíhyggju og stigveldi og með hvaða hætti hún bjagar mörk hins merkingarbæra líkama. Kenning Mary Douglas um líkamann sem samnefnara samfélagsins er sú grundvallarkenning sem notuð verður við greiningu verkanna þriggja.
    Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er líkamsorðræða Mánasteins tekin fyrir og skoðuð út frá póststrúktúralískum kenningum þar sem áhersla er lögð á mótun menningarlegra markalína og viðhald þeirra. Þar er líkaminn skoðaður sem samnefnari fyrir ýmis afmörkuð fyrirbæri, t.a.m. samfélagið, og sýnt fram á að ógn við mæri líkamans jafngildir ógn við stöðugleika samfélagsins. Sýnt er fram á að líkami aðalpersónunnar er á skjön við hugmyndir samfélagsins um hvað telst heilsteyptur og heilbrigður líkami og að samfélagið leitist við að fela eða útrýma slíkum frávikum sem afhjúpa rof á menningarmærum þess. Í öðrum hluta er blindandi plága Blindu skoðuð út frá alsæiskenningu Michel Foucault. Augnaráðið er lykilatriði í alsæiskenningu Foucault því ögun líkamans fer fram hjá einstaklingnum sjálfum sem telur sig undir stöðugu eftirliti. Þannig viðheldur samfélagið valdaformgerð sinni. Færð eru rök fyrir því að viðsnúningur verði á sambandi líkamans og samfélagsins þegar alsæið hverfur úr samfélaginu. Í þriðja hluta er myndmál veirunnar í Oryx and Crake skoðað út frá kenningum Susan Sontag um myndmál sjúkdóma. Veiran er helsta ógn kapítalíska vísindasamfélagsins sem aðalpersónan elst upp í. Leitast er eftir að sýna fram á að veiran afbyggir stigveldi samfélagsins þegar hún ferðast auðveldlega yfir hverskyns landa- og menningarmæri

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í óreiðu án aðgreiningar.pdf625.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg190.94 kBLokaðurYfirlýsingJPG