is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28858

Titill: 
  • Tengsl súrefnisupptöku á hlaupabretti og í djúpvatnshlaupi: Hvernig er mæling á súrefnisupptöku í vatni gerð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mælingar á hámarkssúrefnisupptöku í djúpvatnshlaupi höfðu hingað til ekki verið gerðar við Háskólan í Reykjavík. Tilgangur verkefnisins er að útskýra hvernig slík mæling er gerð, ásamt því að gera tilraunamælingu þar sem borið er saman hámarkssúrefnisupptöku í vatni og á landi. Spurningum er svarað varðandi framkvæmd verkefnisins, hvernig tæki er pakkað niður, hvernig það er sett upp, hvernig tryggir þú öryggi rafmagnstækja í nálægð við vatn og svo framvegis. Þegar tækið var sett upp til tilraunar komu stundum upp villumeldingar í tækinu, en sér kafli er til staðar þar sem þeim er lýst og hvaða lausnir það eru sem fundust við þeim. Niðurstöður verkefnisins eru þær að mæling á hámarkssúrefnisupptöku með tækjabúnaði Háskólans er möguleg, en ekki fengust sömu niðurstöður í vatni og á landi. Þó eru þættir til staðar sem benda til þess að hægt sé að fá svipaðar niðurstöður, hvort sem mælt er á landi eða í vatni.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Djúpvatnshlaup_-_Lokaverkefni.pdf9.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna