Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28859
Í hinu íslenska bændasamfélagi fyrr á öldum tíðkuðust tvö meginafgjöld af leigujörðum, landskuld og kúgildaleiga. Auk þessara afgjalda var algengt í sumum landshlutum að leggja svokallaðar kvaðir á leiguliða, sem voru fjölbreyttur flokkur aukalegra skyldna. Áður hefur verið fjallað um kvaðir í íslenskri sagnfræði en hingað til hafa þær aðeins að litlu leyti verið rannsakaðar með kerfisbundnum tölfræðilegum hætti. Rannsóknin nýtir nákvæman gagnagrunn upplýsinga úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem var skráð í upphafi 18. aldar, til víðtækrar greiningar á útbreiðslu og eðli kvaða. Hún nær til alls landsins utan þeirra fjögurra sýslna sem ekki eru varðveittar af upphaflegri skráningu jarðabókarinnar (Skaftafells- og Múlasýslur austanlands). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að uppistaða kvaðakerfisins voru þrjár meginkvaðir: annars vegar róðrarkvaðir í helstu útvegsbyggðum landsins sunnan og vestanlands, og hins vegar dagslættir og hestlán sem voru tíðastar á jörðum kirkjustaða, biskupsstóla og konungs. Aðrar kvaðir voru af ýmsu tagi en aðallega bundnar við nágrenni Bessastaða fyrir sunnan og yfirráðasvæði Lauritz Gottrups sýslumanns á Þingeyrum fyrir norðan.
Two main types of rent were traditionally exacted from tenants in the pre-modern Icelandic rural society, land rent and dairy cattle hire. In some regions it was common for land owners to demand various additional duties called kvaðir (literally „obligations“). Although kvaðir have been covered previously by Icelandic historians, systematic quantitative studies of the subject have been limited so far. This study makes use of a detailed database of information from the early 18th century land register of Árni Magnússon and Páll Vídalín, for an in-depth study into the distribution and nature of kvaðir. The study covers the whole country except for four eastern counties whose land registers were lost. The main conclusions of the study is that the kvaðir system mainly consisted of three types of obligations: on the one hand obligations to provide men for land owners‘ fishing boats, common in the primary fishing regions of South and West Iceland; and on the other hand obligations to work for a day on hay fields, and to provide temporary use of horses, both of which were most common on land owned by the Church and Crown. Other types of kvaðir were a diverse range of obligations mainly restricted to the area surrounding the administrative centre of Bessastaðir (near modern-day Reykjavík) in the south, and to land controlled by Magistrate Lauritz Gottrup at Þingeyrar in North Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Í kvaðar nafni.pdf | 3,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Oskar_Gudlaugsson_2017.jpeg | 338,01 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |