is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28863

Titill: 
  • Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Megintilgangur verkefnisins var að skoða hvort íþróttafólk sé líklegra til þess að taka inn D-vítamín í fæðubótarformi heldur en þeir sem stunda ekki íþróttir.
    Aðferð: Unnið var með gögn frá 248 þátttakendum á aldrinum 16-36 ára. Þátttakendum var skipt niður í þrjá mismunandi flokka eftir hversu oft þeir stunda íþróttir með íþróttafélagi eða aðrar æfingar á eigin vegum. Kí-kvaðrat marktektarpróf var notað til þess að skoða hvort munur væri á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli þeirra sem stunda reglulega æfingar oftar en einu sinni í viku og þeirra sem hreyfa sig í mesta lagi einu sinni í viku.
    Niðurstöður: Marktækur munur mældist á reglubundinni D-vítamínneyslu milli þátttakenda sem stunda íþróttir eða æfingar oftar en einu sinni í viku og þátttakenda sem hreyfa sig í mesta lagi einu sinni í viku (p<0,05). 67,5% þátttakenda sem stunda íþróttir með íþróttafélagi oftar en einu sinni í viku taka D-vítamín í fæðubótarformi að staðaldri, 73,7% þátttakenda sem stunda æfingar á eigin vegum oftar en einu sinni í viku taka D-vítamín í fæðubótarformi að staðaldri og 48,8% þátttakenda sem hreyfa sig í mesta lagi einu sinni í viku taka D-vítamín í fæðubótarformi að staðaldri.
    Ályktanir: Einstaklingar sem stunda reglulega íþróttir eða æfingar oftar en einu sinni í viku eru líklegri til þess að taka D-vítamín í fæðubótarformi að staðaldri heldur en þeir sem hreyfa sig í mesta lagi einu sinni í viku.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_D-vítamín.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna