is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28864

Titill: 
  • Samanburður á vöðvavirkni í skriðsundi og sundbekk á þurru landi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samanburður á vöðvavirkni Lateral Deltoid, Tricep Brachii og Brachioradialis í skriðsundi og skriðsundhreyfingu í Biokinetic sundbekk. Notast var við vatnsþolið vöðvarafritstæki (EMG) sem var gert vatnshelt með því að setja yfir það plastfilmu og einangra með íþróttateipi. Mælt var virkni vöðvana í 25 metra skriðsundi á 200 metra sundhraða. Sama tæki var notað til að mæla vöðvavirkni í skriðsundi á Biokinetic sundbekk. Mælt var einn einstakling sem synti tvisvar 25 metra, fyrra skiptið á sínu venjulega sundi og seinna skiptið án þess að anda til að koma í veg fyrir auka hreyfingu á efri búk. Sundbekkurinn var mældur tvisvar, fyrra skiptið í sömu ákefð og sundmælingarnar og seinna skiptið í hámarksákefð. Niðurstöður benda til þess að vöðvarnir séu ekki að virkjast á sama tíma í sundbekknum og í sundlauginni. Einnig virðist virkni vöðvanna vera lægri í mikilvægum hlutum sundtaksins í sundbekknum. Sundbekkurinn kemst nálægast því að líkja eftir sundtökunum þegar vinnan í sundbekknum var framkvæmd í hámarksákefð.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_verkefni_Skemmuskil - Copy.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna