en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28865

Title: 
  • Title is in Icelandic Heimaþjálfun fyrir aldraða : úrræði til að auka hreyfingu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um hreyfingu og heilsu aldraðra og hvaða áhrif þessir þættir hafa á lífsgæði þeirra. Gerð var handbók sem innihélt heimaæfingar og praktískar upplýsingar fyrir aldraða. Tekin voru viðtöl við 3 fagaðila sem áttu það sammerkt að hafa áratuga reynslu af hreyfiþjálfun aldraðra og var tilgangur með viðtölunum að fá hugmyndir og leiðbeiningar við hönnun handbókar. Niðurstöður sýndu að heimaþjálfun getur nýst öldruðum að koma sér af stað í hreyfingu því að með aldrinum minnkar frumkvæðið, meiri líkur eru á félagslegri einangrun og heilsubresti svo sem jafnvægisleysi, stífari liðum og ákveðinni vöðvarýrnun. Að mati viðmælenda ber að leggja ríka áherslu á æfingar fyrir neðri hluta líkamans þar sem að meiri hætta er á byltum hjá öldruðum. Þeir bentu á að hnébeygjur væru einna mikilvægastar þar sem þær geta auðveldað eldri einstaklingum að framkvæma athafnir daglegs lífs. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að heimaþjálfun sé góð viðbót við þau úrræði sem til staðar eru í dag. Vonast er til að handbókin leiði til þess að aldraðir lifi betra lífi, haldi heilsu og sjálfstæði sem lengst

Accepted: 
  • Sep 5, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28865


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heimaþjálfun_fyrir_aldraða_lokaverkefni_22_maí_loka_skjal_2017_íþróttafræði_.pdf5,52 MBOpenComplete TextPDFView/Open