Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28866
Mannslíkaminn er byggður fyrir líkamlega virkni og nýtur hann góðs af hreyfingu. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á bæði heilsu og vellíðan. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að hreyfing sé góð fyrir líkamann, hvort sem um sé að ræða almenna hreyfingu, styrktar- eða þolþjálfun. Í þessu verkefni verður fjallað um styrktarþjálfun einstaklinga með cerebral palsy, og hvernig má útfæra stignun af ýmsum styrktaræfingum sem hentar þeim. Tveir einstaklingar með cerebral palsy voru fengnir til aðstoðar, annar með helftarlömun (hemiplegia) og hinn fjórlömun (quadriplegia). Áherslan var lögð á að styrkja vöðvahópa í hnjám, mjöðmum, mið- og efribúk, styrktaræfingarnar voru valdar út frá því. Þær styrktaræfingar sem urðu fyrir valinu voru hnébeygja, mjaðmarétta, upphífingar, armbeygjur og búk æfingar. Því næst var farið í að finna stignun sem hentaði hvorum aðila fyrir sig. Einstaklingarnir framkvæmdu allt að fimm stignunar útfærslur af hverri æfingu. Unnið var úr myndböndum og greint frá því hvernig einstaklingarnir framkvæmdu hverja stignunar æfingu fyrir sig, hvað mátti betur fara og hvaða stignunar æfingar hentuðu hvorum einstaklingi fyrir sig. Báðir aðilar framkvæmdu æfingarnar eftir bestu getu, ýmsar útfærslur reyndust þeim mjög krefjandi en heilt yfir gengu æfingarnar nokkuð vel.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc_ritgerð í Íþróttafræði.pdf | 61.38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |