is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28867

Titill: 
  • Mælingar á kasthraða, 3 kg boltakasti og gripstyrk : afrekshópur og A landslið karla í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mælingar á kasthraða, 3 kg boltakasti og gripstyrk hjá ungum og vel þjálfuðum íslenskum handknattleiksmönnum er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Mælingar voru framkvæmdar með megindlegri rannsóknaraðferð, mældur var kasthraði þriggja kastaðferða (vítakast á sjö metrum, gólfskot á níu metrum með þriggja skrefa atrennu og uppstökksskot á níu metrum með þriggja skrefa atrennu), 3 kg boltakast og gripstyrkur. Ásamt hæðar- og líkamsþyngdar mælingum. Rannsóknin fór fram þriðjudaginn 27. desember 2016 frá klukkan 11:00 til 14:00 í húsnæði íþróttafélagi Vals á Hlíðarenda. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvar ungir og vel þjálfaðir íslenskir handknattleiksmenn á landsliðsstigi stæðu í mælingum á kasthraða, 3 kg boltakasti og gripstyrk. Afrekshópur og A landslið karla í handknattleik voru þeir hópar sem mældir voru og voru alls 26 einstaklingar mældir. Niðurstöður leiddu í ljós að munur er á kasthraða kastaðferða, þar sem gólfskot með þriggja skrefa atrennu mældist hraðast. Bakverðir mældust með mestan kasthraðann, þá var ekki marktækur munur milli leikstaða. Jákvæð fylgni mældist milli kasthraða, 3 kg boltakast og gripstyrks. Ekki var marktækur munur á 3 kg boltakasti og gripstyrk eftir leikstöðum. Ekki var munur á hæð og þyngd eftir leikstöðum ásamt því að ekki var marktækur munur milli hæðar og þyngdar á kasthraða. Niðurstöður rannsóknarinnar verða ekki gerðar opinberar.
    Lykilorð: handknattleikskast, kasthraði, vítakast, gólfskot, uppstökksskot, 3 kg boltakast, gripstyrkur, leikstöður, hæð, líkamsþyngd

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSs_Lokadrog_Hreidar! (LOKA).pdf991.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna